22. apríl 2024
Krónan býður í strætó í tilefni af degi jarðar!
Í tilefni af alþjóðlegum degi jarðar, sem haldinn er 22. apríl ár hvert, býður Krónan viðskiptavinum sínum að taka strætisvagn í matvörubúðina til að draga úr umferð einkabílsins á alþjóðadeginum og leggja þannig sitt af mörkum til umhverfisvænni ferðamáta.
Framtak Krónunnar til dags jarðar í ár verður unnið í samstarfi við Strætó bs., og fá öll sem mæta með fjölnota innkaupapoka í strætó á höfuðborgarsvæðinu frítt far með vagninum í dag. Billboard ehf. leggja einnig sitt á vogaskálarnar og sjá til þess að framtakið fari ekki framhjá neinum.
Með framtakinu viljum við slá tvær flugur í einu höggi - hvetja til umhverfisvænni ferðamáta og minna á fjölnota pokann í leiðinni.
Sjáumst í strætó!
26. ágúst 2025
Um helgina opnuðum við nýja og glæsilega Krónuverslun á Fitjabraut 5.
26. ágúst 2025
Næstu helgar er hægt að finna fjölbreytt úrval af fersku, ópökkuðu, íslensku grænmeti á Bændamarkaði.
20. ágúst 2025
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ á laugardag.