22. mars 2023
Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út
Samfélagsskýrslan fyrir árið 2022 er komin út. Þar er farið yfir allt sem Krónan gerði í umhverfis- og samfélagsmálum í fyrra og allan þann árangur sem starfsfólk og viðskiptavinir Krónunnar náðu á árinu 2022.
Meðal þess sem fram kemur í samfélagsskýrslunni er að okkur tókst að draga gríðarlega úr matarsóun á síðasta ári. Alls náðist að bjarga 95% ávaxta og grænmetis í gegnum Síðasta séns, sem hefði annars endað sem lífrænn úrgangur! Þetta hlutfall var aðeins 65% fyrir tveimur árum og við erum því gríðarlega þakklát Krónuvinum fyrir að taka svona vel í Síðasta séns.
Við fjölguðum einnig rafbílum Krónunnar um helming á síðasta ári, grænum kerrum og körfum um 100% auk þess að fjölga umbúðalausum lausnum með þurrvöru- og sápubörum, bændamörkuðum og settum upp fleiri Krónukrana.
Við náðum líka miklum árangri í flokkun og endurvinnslu á árinu. Þannig tókst okkur í samstarfi við Plastplan að veita gríðarmiklu plasti framhaldslíf í formi frisbídiska, verðlaunapeninga og kassaskilja. Við fjölguðum lokuðum kælum, settum upp umhverfisvænni lýsingu, bættum innihaldsmerkingar, kolefnisjöfnuðum alla starfsemina, jukum hlutfall umhverfisvænna og lífrænna vara, settum upp skilastöðvar fyrir rafhlöður í allar verslanir Krónunnar og fleira og fleira.
8. janúar 2025
Hollusta og sjálfbærni eiga við um Krónuna allt árið. Við viljum auðvelda Krónuvinum okkar að byrja árið rétt, með réttu vöruúrvali á góðu verði.
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.
30. desember 2024
500 fjölskyldur hlutu matarúthlutun úr Jólastyrk Krónunnar.
23. desember 2024
Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og hlökkum til að taka á móti ykkur í Krónunni á nýju ári.