
8. ágúst 2025
Hamingjuríka Hinsegin daga!
Þessa dagana stendur yfir ein litríkasta menningar-, mannréttinda- og margbreytileikahátíð landsins, Hinsegin dagar í Reykjavík. Hinsegin dagar eru hátíð alls hinsegin fólks, og verður stútfull dagskrá alla vikuna.
Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Samstaða skapar samfélag. Vegið hefur verið að grundvallarréttindum hinsegin fólks um allan heim, en hátíðin í ár minnir okkur sérstaklega á mikilvægi þess að standa saman.
Að venju höldum við upp á hátíðina í verslunum okkar, með framstillingu í öllum litum regnbogans. Við hlökkum til að sjá ykkur í Gleðigöngunni, hápunkti hátíðarinnar á laugardaginn, en Krónuhjólið verður á sínum stað í Hljómskálagarðinum á laugardeginum að gefa ávexti til gesta og gangandi.
19. júní 2025
Bergið Headspace miðar að því að veita ungmennum á aldrinum 12 til 25 ára fría ráðgjöf og aðstoð til að bæta líðan og auka virkni þeirra í samfélaginu.
19. júní 2025
Krónan gefur í á Vesturlandi.
19. júní 2025
Heimsendingarþjónusta Krónunnar hefur nú útvíkkað um Austurland.