2. desember 2024
Krónan hefur nú valið verkefni sem hljóta samfélagsstyrki Krónunnar í ár. Verkefnin eiga það sameiginlegt að ýta undir umhverfismál eða hvetja til lýðheilsu í formi hollustu og hreyfingu með áherslu á yngri kynslóðina. Öll hafa þau jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar en langflestir styrkþegar eru staðsettir á landsbyggðinni.
Styrkþegar samfélagsstyrkja í ár voru:
Foreldrafélag leikskólans Garðasels, fyrir kaupa á Bambahúsi til að rækta grænmeti
Þór/KA, fyrir verkefnið Geðrækt og efling kvenna í knattspyrnu
KF Fjallabyggð, fyrir kaup á pannavelli
Fylkir, fyrir verkefnið Betri borgarar Fylkis
Geðræktarmiðstöð Suðurnesja, fyrir verkefnið Björgina
Foreldrafélag Hvaleyrarskóla, fyrir kaup á pannavelli
Krikaskóli, fyrir kaup á Bambahúsi til að rækta grænmeti
Skógræktarfélag Rangæinga, fyrir bættri aðstöðu í Aldamótaskógi
Brettafélag Fjarðarbyggðar, fyrir uppbyggingu í barnaflokkum
Körfuknattleiksfélag Selfoss, fyrir eflingu kvenna- og stelpustarfs
Pílufélag Vestmannaeyja, fyrir eflingu yngri flokka
Danssamfélagið Allra þjóða kvikindi, fyrir samfélagsuppbyggingu á Víkursvæði
Hamar-Þór, fyrir verkefnið Stelpur í körfu
UMFÍ og ASÍ fyrir verkefnið Allir með
Við óskum styrkþegum innilega til hamingju með styrkina og óskum þeim góðs gengis í verkefnum framundan!
28. nóvember 2024
Við höfum opnað glæsilega og endurbætta verslun okkar á Bíldshöfða.
25. nóvember 2024
Krónan hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 og er til fyrirmyndar í margvíslegu samstarfi sínu við hönnuði, þar sem rauði þráðurinn er aukin umhverfisvitund og sjálfbærni.
18. nóvember 2024
Dagana 16.-24. nóvember stendur Evrópska nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
1. nóvember 2024
Heillakarfan hlaut Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
23. október 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.