14. nóvember 2022
Innköllun á Grön Balance sólblómafræjum
Krónan kallar inn Grön Balance sólblómafræ í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes vegna skordýra sem fundust í vörunni. Tiltekin vöruframleiðsla hefur verið tekin úr umferð og framleiðanda gert viðvart. Hann fer nú yfir sína ferla.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Grön Balance
Vöruheiti: Sólblómafræ
Framleiðandi: Valsmøllen
Innflytjandi: Krónan
Framleiðsluland: Danmörk
Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 08/08/2023
Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað við stofuhita.
Dreifing: Allar verslanir Krónunnar.
Viðskiptavinum sem keypt hafa vöruna í verslunum Krónunnar er bent á að skila henni í viðkomandi verslun og fá endurgreitt. Krónan biður viðskiptavini sína afsökunar á óþægindum sem þetta veldur.
19. september 2024
Krónuhjólamótið var nú haldið í sjötta sinn með Tind og Hjólaskólanum.
13. september 2024
Bændamarkaður í verslunum Krónunnar um land allt kemst á fullt nú um helgina með fjölbreyttu úrvali fersku og ópökkuðu grænmeti beint frá býli íslenskra garðyrkjubænda hvaðanæva að á landinu. Mundu eftir pokanum!
13. september 2024
Krónan hlaut í morgun viðurkenningu Sjálfbærniássins í hópi matvöruverslana en þetta er í fyrsta skipti sem viðurkenningin er veitt.
23. ágúst 2024
Krónan hefur verið með VAXA frá upphafi og nú mega viðskiptavinir eiga von á þremur nýjum vörum frá fyrirtækinu.