13. september 2024
Krónan hlaut í morgun viðurkenningu Sjálfbærniássins í hópi matvöruverslana en þetta er í fyrsta skipti sem viðurkenningin er veitt. Sjálfbærniásinn mælir viðhorf íslenskra neytenda til frammistöðu fyrirtækja og stofanana í sjálfbærnimálum og það eru Prósent, Langbrók og Stjórnvísi sem standa að mælikvarðanum.
Markmið Sjálfbærniássins er að veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum. Mælikvarðinn mælir þá 4 þætti sem The World Economic Forum telja að muni leiða heiminn á sjálfbærari stað: plánetan (e.planet), hagsæld (e.prosperity), fólk (e.people) og stjórnarhættir (e.governance).
Við hjá Krónunni erum stolt og þakklát, en viðurkenningin er okkur sérstaklega dýrmæt þar hún hún byggir á viðhorfi neytenda. Takk fyrir okkur!
21. mars 2025
Í ár vildum við koma efni sjálfbærniskýrslu Krónunnar út til viðskiptavina með öðrum hætti en áður.
28. febrúar 2025
Við erum hoppandi kát með að hafa hlotið fjórar tilnefningar í þremur flokkum til Lúðursins, íslensku markaðsverðlaunanna!
12. febrúar 2025
Krónan hneppir hnossið í 9. skiptið og sjö af þeim hefur það verið Krónan á Granda.
10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.