
30. nóvember 2022
Krónan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022
Krónan og Rio Tinto hljóta Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022. Að verðlaununum standa Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands.
Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Því erum við svooo þakklát fyrir viðurkenninguna!
Fyrir okkur skiptir fjölbreytileiki svo sannarlega máli og við viljum gefa starfsfólki okkar tækifæri á að vaxa í starfi óháð kyni, uppruna, bakgrunni, aldri, trúarbragða og kynhneigð. Við vitum að jafnrétti gerist ekki sjálfkrafa og meðvitund um málið er því mikilvæg.

Erla María Sigurðardóttir, starfsmannastjóri Krónunnar, Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar og Kolbeinn Finnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs

4. apríl 2025
Hið vinsæla og margverðlaunaða hárvörumerki Monday Haircare er nú loksins fáanlegt á Íslandi en Krónan er að hefja sölu á merkinu.
3. apríl 2025
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!