
30. nóvember 2022
Krónan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022
Krónan og Rio Tinto hljóta Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022. Að verðlaununum standa Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands.
Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Því erum við svooo þakklát fyrir viðurkenninguna!
Fyrir okkur skiptir fjölbreytileiki svo sannarlega máli og við viljum gefa starfsfólki okkar tækifæri á að vaxa í starfi óháð kyni, uppruna, bakgrunni, aldri, trúarbragða og kynhneigð. Við vitum að jafnrétti gerist ekki sjálfkrafa og meðvitund um málið er því mikilvæg.


27. apríl 2023
Krónan tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem verður haldinn sunnudaginn 30. apríl. Allir mega skipuleggja viðburði í sínu nær samfélagi og hvetja aðra til þess sama.

26. apríl 2023
Aðgangur á sýninguna er ókeypis en takmarkaður fjöldi áhorfenda kemst að hverju sinni og verkið verður aðeins sýnt 10 sinnum.

3. apríl 2023
Krónan er stolt að kynna nýjan svaladrykk sem á uppruna sinn í skólaverkefni nemenda við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Drykkurinn LímonÆði fór í sölu í verslun Krónunnar að Akrabraut í Garðabæ þann 27. mars síðastliðinn.

1. apríl 2023
Krónan tilkynnti í dag nýjung á páskaeggjamarkaðinum sem viðskiptavinir verslunarinnar geta nú fest kaup á.