Starfsmaður í verslun

Krónan er fjölbreyttur vinnustaður fyrir fólk með alls konar hæfileika. Hvort sem þú ert liðtækur lagerstarfsmaður, skjótari en skugginn að stimpla þig inn í sjálfsafgreiðslukassa með bros á vör eða skrifstofutýpa sem er algjör Excel-hvíslari, þá viljum við heyra frá þér!

Við viljum vera til fyrirmyndar

Markmið Krónunnar er að vera fyrirmyndarvinnustaður þar sem áhersla er lögð á þjálfun, jafnrétti, heilsu og öryggi starfsfólks.

Við vöndum okkur mikið við að vera góður vinnustaður. Við erum stolt af því hver við erum og okkur finnst hversdagurinn í öllum sínum fjölbreytileika alveg frábær! Við leggjum áherslu á að styðja við starfsfólkið okkar þegar kemur að því að ná árangri í starfi, gerum okkur far um að vera sanngjörn og gerum okkar besta til að tryggja jafnrétti, öryggi og persónuvernd fólksins okkar.

Starfsfólk á kassa
Fallback alt
Fallback alt
Sækja um starf

Mannauðsstefna

Við leggjum okkur ávallt fram við að ráða til starfa hæft fólk sem hefur metnað til að ná árangri í starfi. Við stöndum faglega að ráðningum í samræmi við jafnréttisstefnu og hæfnikröfur starfanna.

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefnan er til að gæta jafnréttis í launaákvörðunum til að starfsfólk hafi jöfn laun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf óháð kynjum.

Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefnan okkar gengur út á að tryggja að starfsfólkinu okkar sé ekki mismunað vegna kyns, aldurs, uppruna, kynhneigðar, trúar eða annarra þátta.

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur