6. desember 2023
Afhverju er e.l.f. svona vinsælt?
Þann 1. desember s.l. tilkynntum við að Krónan væri að hefja sölu á vörum frá snyrti- og húðvörumerkinu e.l.f. cosmetics í verslun okkar í Lindum. Viðtökur viðskiptavina hafa farið langt fram úr okkar björtustu vonum og eftirspurnin þvílík að hún vakti athygli á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. En af hverju eru þessar vörur svona vinsælar?
Viðráðanlegur munaður
e.l.f. Cosmetics er bandarískt vörumerki sem stofnað var árið 2004 og leggur áherslu á bæði húð- og snyrtivörur. Vörurnar eru ódýrari en margar snyrti- og húðvörur í sambærilegum gæðaflokki, en það er markmið hjá e.l.f. að færa sínum viðskiptavinum gæðavörur í þessum flokki á viðráðanlegu verði.
Vænt og grænt
Vörumerkið er það sem kallað „clean beauty brand“ sem þýðir að vörurnar eru án allra eiturefna. Vörumerkið er einnig 100% vegan og vottað af PETA og Leaping Bunny sem þýðir að vörurnar hafa ekki verið prófaðar á dýrum.
Með tilkomu e.l.f. er Krónan að svara fjölbreyttum þörfum viðskiptavina og er það gleðiefni að hér sé hægt að mæta þörfum yngri markhóps með gæðavörum á góðu og hagstæðu verði. Gaman er að segja frá því að e.l.f. mætir einnig í Krónuna á Akureyri miðvikudaginn 6. desember og vonir standa til að önnur sending af e.l.f. vörum komi í verslanir fyrir jólin.