Aspas leikrit

26. apríl 2023

Leiksýningin Aspas í Krónunni Granda

Föstudaginn 5. maí frumsýnir Urbania í samstarfi við Þjóðleikhúsið og Krónuna á Granda, leiksýninguna Aspas eftir rúmenska leikskáldið Gianina Cărbunariu. Aspas er fyrsta leikstjórnarverkefni Guðrúnar Gísladóttur leikkonu en leikarar eru Eggert Þorleifsson og Snorri Engilbertsson. Leikið er í Krónunni á Granda á opnunartíma verslunarinnar. Aðgangur á sýninguna er ókeypis en takmarkaður fjöldi áhorfenda kemst að hverju sinni og verkið verður aðeins sýnt 10 sinnum.

Sjá nánar um leiksýningu Aspas

Einstök leikhúsupplifun í stórmarkaði!

Mörkin milli flytjenda og áhorfenda, leikhúsgesta og viðskiptavina verða óljós og útkoman er leikhús þar sem allt getur gerst. Þetta er í fyrsta skipti sem leiksýning er sett á svið inni í stórmarkaði. Gestir hlusta á verkið í heyrnartólum sem afhent eru við komu og fylgja leikurunum tveimur eftir í gegnum verslunina á meðan sýningu stendur, en hún er um 45 mínútur að lengd.

Tveir karlmenn, eldri borgari og erlendur farandverkamaður, rekast hvor á annan við grænmetisborðið í stórri lágvöruverðsverslun. Þeir gefa hvor öðrum auga. Þeir hugleiða líf sitt. Svo koma nýjustu tilboðin.

Filippía Elísdóttir og Guðrún S. Gísladóttir, undir merkjum leikhópsins Umheimur, hafa veg og vanda af sýningunni en hún er sett upp í samstarfi Urbaniu, Krónunnar og Þjóðleikhússins. Aspas er í senn bráðfyndið og sársaukaþrungið verk þar sem fjallað er um mismunun og fordóma, mannleg samskipti og geymsluþol grænmetis í skugga verslunar og viðskipta á öld þjóðflutninga og tækifæra, offramboðs og ójöfnuðar.

Taupokar eignast framhaldslíf

17. maí 2023

Taupokar eignast framhaldslíf

Við þökkum frábærar viðtökur á Taktu poka - skildu eftir poka verkefninu sem við frumsýndum á Hönnunarmars í maí 2023. Markmið verkefnisins var að vekja athygli á deilihagkerfinu okkar Taktu poka - skildu eftir poka....

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

27. apríl 2023

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

Krónan tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem verður haldinn sunnudaginn 30. apríl. Allir mega skipuleggja viðburði í sínu nær samfélagi og hvetja aðra til þess sama.

Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk

3. apríl 2023

Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk

Krónan er stolt að kynna nýjan svaladrykk sem á uppruna sinn í skólaverkefni nemenda við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Drykkurinn LímonÆði fór í sölu í verslun Krónunnar að Akrabraut í Garðabæ þann 27. mars síðastliðinn.

Fyrsta grænmetis páskaeggið

1. apríl 2023

Fyrsta grænmetis páskaeggið

Krónan tilkynnti í dag nýjung á páskaeggjamarkaðinum sem viðskiptavinir verslunarinnar geta nú fest kaup á.

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar 

31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar 

Krónan hefur átt farsælt samstarf við Breiðablik síðustu ár og verður engin breyting á því.

Krónan færði hælisleitum páskaegg

29. mars 2023

Krónan færði hælisleitum páskaegg

Krónan kom færandi hendi til hjálparsamtakana Get together og færði hælisleitendum páskaegg sem vakti mikla lukku.

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

22. mars 2023

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

Samfélagsskýrslan fyrir árið 2022 er komin út. Þar er farið yfir allt sem Krónan gerði í umhverfis- og samfélagsmálum í fyrra og allan þann árangur sem starfsfólk og viðskiptavinir Krónunnar náðu á árinu 2022.

8. febrúar 2023

Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

13. janúar 2023

Krónuvinir þeir ánægðustu - sjötta árið í röð

13. janúar 2023

Prime er komið aftur - UPPSELT!

21. desember 2022

Rúmlega 450 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni

21. desember 2022

Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar

1. desember 2022

Krónan opnar nýja verslun á Akureyri

30. nóvember 2022

Krónan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022

21. nóvember 2022

Krónan opnar Þurrvörubar í Skeifunni

17. nóvember 2022

Stórglæsilegar breytingar í Mosfellsbæ

14. nóvember 2022

Innköllun á Grön Balance sólblómafræjum

24. október 2022

Krónan tilnefnd til Fjöreggsins

12. október 2022

Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022