Fallback alt

Fyrirtækjaviðskipti

Viltu koma í reikningsviðskipti með þitt fyrirtæki eða rekstur? Hér sækir þú um að koma í reikningsviðskipti og við sendum þér viðskiptamannakort sem þú getur skráð í Snjallverslun sem og notað úti í búð!

1.       Þú sækir um reikningsviðskipti

2.       Við metum umsóknina

3.       Við höfum samband og við klárum þetta saman!

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi reikningsviðskipti, útgáfu viðskiptamannakorta eða önnur praktísk atriði verið óhrædd að hafa samband við okkur.

Hvernig virka reikningsviðskipti með viðskiptamannakorti?

Krónuvinir, fyrirtæki og stofnanir í reikningsviðskiptum geta verslað hjá Krónunni með viðskiptamannakorti. Kortin virka í verslunum Krónunnar og Snjallverslun (Skannað og skundað, heimsending , Smellt og sótt).

Sérstakur umsjónaraðili sækir um reikningsviðskipti fyrir hönd viðskiptamanns. Umsjónaraðili stofnar innri deildir, sækir um viðskiptamannakort fyrir úttektaraðila og er tengiliður við innheimtudeild Krónunnar. Kortin eru send á fyrirtækin og umsjónaraðila ber að koma þeim í réttar hendur. Viðskipti fara fram í gegnum kortin og reikningar berast rafrænt með skeytamiðlun.

Hvernig versla ég í Snjallverslun?

1.       Nýskráning í Snjallverslun (rafræn skilríki einstaklings)

2.       Skrá viðskiptamannakort sem greiðslukort

3.       Versla í Snjallverslun

Einstaklingar/úttektaraðilar skrá sig inn í Snjallverslun með rafrænum skilríkjum og skrá viðskiptamannakortið sem greiðslukort. Þeir versla á eigin aðgangi en greiða með viðskiptamannakorti. Reikningar berast rafrænt með skeytamiðlun.

Fyrirtækjahópur: Til að halda utan um kaupsögu á viðskiptamannakortinu í Snjallverslun getur verið þægilegt að stofna hóp utan um viðskiptin. Hægt er að bæta meðlimum í hópinn, meðlimir geta haft yfirsýn yfir kaupin, bætt vörum í körfu, búið til innkaupalista og svo framvegis. Úttektaraðili hefur þó einn heimild til að greiða fyrir pantanir úr hópnum. Til að fjölga úttektaraðilum og þeim sem hafa heimild til að greiða skal hafa samband við innheimta@kronan.is

Hvaða upplýsingar koma á rafræna reikninga?

Á rafrænum reikningum koma fram upplýsingar um kaup, um viðskiptamann, innri deild, kennitala úttektaraðila og hægt er að bæta við bókhaldslyklum í samráði við innheimtudeild Krónunnar innheimta@kronan.is

Hvernig bæti ég við viðskiptamannakorti?

Umsjónarmaður fyrirtækis getur óskað eftir fleiri viðskiptamannakortum. Hafa skal samband við innheimta@kronan.is

Hvernig loka ég á viðskiptamannakort?

Umsjónarmaður fyrirtækis getur lokað á viðskiptamannakort. Hafa skal samband við innheimta@kronan.is