Einföld og snjöll innkaup
Krónan býður fyrirtækjum og stofnunum að versla í reikningsviðskiptum hjá Krónunni með snjöllum lausnum.
Auðvelt er að halda utan um viðskiptin og hafa umsjón með úttektaraðilum, aðgangsheimildum, reikningum, o.s.frv. á Fyrirtækjasíðu Krónunnar.
Veldu verslunarmáta sem hentar þér og þínu starfsfólki hverju sinni:
Versla með Skannað og skundað og setja beint í reikning.
Panta í Snjallverslun og sækja í verslun
...eða fá vörurnar sendar beint á starfsstöðina.
Hvernig virkar þetta?
Viðskiptin fara fram í Snjallverslun og yfirlit fyrir fjármáladeild fyrirtækis er á Fyrirtækjasíðunni í Snjallverslun.
Prókúruhafi fyrirtækis sækir um reikningsviðskipti hjá Krónunni.
Þegar búið er að vinna úr umsókninni fær viðkomandi aðgang að Fyrirtækjasíðu Krónunnar
Prókúruhafi stofnar fleiri notendur sem eiga að hafa aðgang að Fyrirtækjasíðunni.
Á Fyrirtækjasíðunni er svo stofnað deildir og bætt við úttektaraðilum sem geta síðan verslað í Snjallverslun út frá fyrirtækjahópi sinnar deildar.
Fyrirtækjasíður
Fyrirtækjasíður eru aðgengilegar á mínum síðum í Snjallverslun á vefnum undir "Þín fyrirtæki".
Þægilegt yfirlit á úttektum í öllum deildum fyrirtækisins.
Auðvelt að skoða reikninga og taka út hreyfingaryfirlit.
Á rafrænum reikningum koma fram upplýsingar um kaup, viðskiptamann, innri deild, kennitala úttektaraðila og bókhaldslykill.
Einfalt er að bæta við og fjarlægja réttindi starfsmanna og deildarstjóra að sínum deildum.
Með Skannað og skundað lausninni í Snjallverslunar appinu getur þú verslað vörur með því að skanna þær úr hillu og setja beint í körfuna þína, jú eða bara beint í pokann.
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
