© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
1. júlí 2021
Sölu á svörtum ruslapokum hefur nú verið hætt í Krónunni en glærir ruslapokar koma þeirra í stað. Tilgangurinn með breytingunni er að stuðla að aukinni endurvinnslu og að efla hringrásarhagkerfið en frá deginum í dag eiga viðskiptavinir Sorpu að koma með allan úrgang og endurvinnanlegt efni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Glæru pokunum er ætlað að auðvelda starfsfólki endurvinnslustöðvanna að aðstoða viðskiptavini að skila endurvinnsluefnum í réttan farveg.
Krónan leggur mikla áherslu á umhverfisvernd og leggur því sitt af mörkum með því að tryggja að í öllum verslunum sé gott úrval af glærum plastpokum. Með því að hætta að selja svörtu ruslapokana erum við ekki bara að styðja Sorpu í þeirra mikilvægu vegferð heldur erum við jafnframt að einfalda viðskiptavinum okkar lífið. Samtal og samvinna í umhverfisverndarverkefnum er lykillinn að árangri. Við í Krónunni erum heppin að eiga í virku samtali við okkar samstarfsaðila og viðskiptavini og hafa margar af okkar mikilvægustu aðgerðum í umhverfismálum orðið til í kjölfar slíkra samtala.
Glærir pokar auðvelda rétta flokkun endurvinnsluefna
Sorpa hóf fyrstu skrefin í þessa átt í lok apríl en viðskiptavinir höfðu til 1. júlí að klára birgðir sínar af svörtum ruslapokum. Stuðningur atvinnulífsins skiptir lykilmáli fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfisins og Krónan hefur sýnt mikilvægt fordæmi með framsæknum aðgerðum sínum í þágu umhverfisins.
Staðreyndin er því miður sú að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir okkar skila í gáminn fyrir blandaðan úrgang á sér endurvinnslufarvegi og endar því í urðun að ósekju. Ákvörðun Krónunnar um að hætta að selja svarta ruslapoka er því mikilvæg og er afgerandi stuðningur við glæru pokana og markmið eigenda SORPU um að hætta að urða endurvinnanlegan úrgang,“ segir Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu.
21. október 2025
Nú hafa Frískleikarnir poppað upp í Krónunni Flatahrauni.
20. október 2025
35 keppendur tóku þátt í Skelfikerinu í ár og skiluðu inn glæsilegum graskerum sem vöktu gríðarlega lukku meðal viðskiptavina Krónunnar um helgina. Graskerin voru hvert öðru flottara og keppnin var því gríðarlega hörð líkt og í fyrra.
16. október 2025
Við erum stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki, í úttekt Keldunnar og Viðskiptablaðsins.
13. október 2025
Samstarfsverkefni Krónunnar og Samtaka smáframleiðenda matvæla hefur verið haldið árlega frá árinu 2020.
13. október 2025
Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í fimmta sinn, við athöfn sem haldin var föstudaginn 10. október sl.
9. október 2025
Krónan býður viðskiptavinum að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi við innkaup í verslunum sínum næstu daga. Krónan jafnar hvert framlag. Nú þegar hillir undir von um frið skiptir hver mínúta máli og því blæs UNICEF á Íslandi til sóknar í neyðarsöfnun sinni fyrir börn á Gaza.