Flokkum í glæra poka

1. júlí 2021

Svartir ruslapokar hættir í sölu

Sölu á svörtum ruslapokum hefur nú verið hætt í Krónunni en glærir ruslapokar koma þeirra í stað. Tilgangurinn með breytingunni er að stuðla að aukinni endurvinnslu og að efla hringrásarhagkerfið en frá deginum í dag eiga viðskiptavinir Sorpu að koma með allan úrgang og endurvinnanlegt efni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Glæru pokunum er ætlað að auðvelda starfsfólki endurvinnslustöðvanna að aðstoða viðskiptavini að skila endurvinnsluefnum í réttan farveg.

Krónan leggur mikla áherslu á umhverfisvernd og leggur því sitt af mörkum með því að tryggja að í öllum verslunum sé gott úrval af glærum plastpokum. Með því að hætta að selja svörtu ruslapokana erum við ekki bara að styðja Sorpu í þeirra mikilvægu vegferð heldur erum við jafnframt að einfalda viðskiptavinum okkar lífið. Samtal og samvinna í umhverfisverndarverkefnum er lykillinn að árangri. Við í Krónunni erum heppin að eiga í virku samtali við okkar samstarfsaðila og viðskiptavini og hafa margar af okkar mikilvægustu aðgerðum í umhverfismálum orðið til í kjölfar slíkra samtala.

Glærir pokar auðvelda rétta flokkun endurvinnsluefna

Sorpa hóf fyrstu skrefin í þessa átt í lok apríl en viðskiptavinir höfðu til 1. júlí að klára birgðir sínar af svörtum ruslapokum. Stuðningur atvinnulífsins skiptir lykilmáli fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfisins og Krónan hefur sýnt mikilvægt fordæmi með framsæknum aðgerðum sínum í þágu umhverfisins.

Staðreyndin er því miður sú að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir okkar skila í gáminn fyrir blandaðan úrgang á sér endurvinnslufarvegi og endar því í urðun að ósekju. Ákvörðun Krónunnar um að hætta að selja svarta ruslapoka er því mikilvæg og er afgerandi stuðningur við glæru pokana og markmið eigenda SORPU um að hætta að urða endurvinnanlegan úrgang,“ segir Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu.

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina

12. september 2022

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina

Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram um helgina þar sem um 500 manns mættu til að styðja hjólakrútt að sýna takta sína....

Krónan frystir vöruverð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni

24. ágúst 2022

Krónan frystir vöruverð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni

Krónan svarar ákalli almennings og stjórnvalda um að leggja lið baráttunni gegn verðbólgu og frystir verð á 240 vörunúmerum undir vörumerkjum Krónunnar og First Price frá og með deginum í dag

Ný og glæsileg verslun í Skeifunni

8. júlí 2022

Ný og glæsileg verslun í Skeifunni

Fimmtudaginn 7. júlí sl. opnuðu Krónan og ELKO nýjar verslanir í Skeifunni 19, þar sem Myllan var áður til húsa.

15 milljónir til Úkraínu

28. apríl 2022

15 milljónir til Úkraínu

Krón­an og Krónuvinir söfnuðu 15 millj­ón­um króna í neyðarsöfn­un fyr­ir Úkran­íu í sam­starfi við UNICEF.

Ávexti og grænmeti á stykkjaverði

31. mars 2022

Ávexti og grænmeti á stykkjaverði

Nú seljum við ávexti og grænmeti á stykkjaverði! Þetta gerum við bæði til að auka gagnsæi til viðskiptavina okkar sem vita um leið hvað varan kostar – og til að einfalda innleiðingu á tæknilausnum.

Skannað og skundað valin stafræna lausn ársins

14. mars 2022

Skannað og skundað valin stafræna lausn ársins

Skannað og skundað var valin stafræna lausn ársins 2021 hjá Samtökum vefiðnaðarins (SVEF).

Takk – fimmta árið í röð

24. janúar 2022

Takk – fimmta árið í röð

Krónu vinir eru ánægðustu viðskiptavinirnir á matvælamarkaði 5. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.

29. október 2021

7 milljónir í samfélagsstyrki

15. október 2021

Jafnvægisvogin

30. júní 2021

8,3 milljónir til Unicef

29. júní 2021

Krónan hlýtur Fjörusteininn

21. maí 2021

Umhverfisvænar kerrur

25. febrúar 2021

Nýir stjórnendur hjá Krónunni

22. febrúar 2021

Matarbúrið i Flatahrauni

29. janúar 2021

Takk Krónu vinir

7. desember 2020

Allar Krónuverslanir nú Svansvottaðar

17. nóvember 2020

12 milljónir í styrki

7. febrúar 2020

Krónan endurvinnur nú allt plast úr rekstri sínum

4. febrúar 2020

Rúmlega þrjár milljónir færri plastpokar hjá Krónunni á hálfu ári