© 2026 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
© 2026 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
15. janúar 2026
Krónan vill gera heilsusamlegan og sjálfbæran lífsstíl að daglegum venjum allra. Þess vegna höfum við lækkað verð á öllum vörum undir vörumerkinu Grøn Balance um 10 prósent. Grøn Balance vörurnar spanna breitt bil - allt frá matvöru og snyrtivörum yfir í aðrar heimilisvörur. Markmiðið er einna helst að auka aðgengi heimila að lífrænum og sjálfbærum valkostum og auðvelda viðskiptavinum okkar að versla vörur sem sameina gæði, heilsu og ábyrgð gagnvart umhverfinu.
En afhverju að velja Grøn Balance?
Matvörur frá vörumerkinu eru lífrænt vottaðar með Evrópulaufinu og danska Ø-merkinu. Engin erfðabreytt efni eru notuð við framleiðslu, né tilbúinn áburður eða varnarefni. Fullur rekjanleiki er tryggður í gegnum alla virðiskeðjuna og allar heimilis-, hreinlætis- og snyrtivörur eru Svansvottaðar, ofnæmisprófaðar og án míkróplasts.
Sjáðu yfirlit yfir vörur hér.
18. desember 2025
Vörur frá Sælkerabúðinni eru nú fáanlegar í Snjallverslun Krónunnar og völdum verslunum Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk verslana á Selfossi, Akranesi, Akureyri, Reyðarfirði og í Reykjanesbæ.
16. desember 2025
Viðskiptavinir og Krónan söfnuðu alls 10 milljónum króna.
12. desember 2025
Jólakveðja Krónunnar í ár segir sögu Snjallverslunar Krónunnar á landsbyggðinni, þjónustu sem hefur gjörbreytt aðgengi að fjölbreyttu vöruúrvali, hagstæðu verði og reglulegum sendingum fyrir mörg á stórum hluta landsins.
11. desember 2025
Upplifðu jólaandann og græjaðu innkaupin í leiðinni! Við verðum með möndlusmakk, tónlistarflutning og vörukynningar í völdum verslunum fram að jólum.