
13. janúar 2023
Krónuvinir þeir ánægðustu - sjötta árið í röð
Krónan hlaut í morgun viðurkenningu Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2022. Ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem mæld er reglulega yfir árið og hlaut Krónan hæstu einkunn meðal matvöruverslana.
Ánægja viðskiptavina þriggja matvöruverslana var mæld í ár. Viðskiptavinir veittu Krónunni 74,4 stig, Bónus 67,9 stig og Nettó 66. Krónan var jafnframt eina matvöruverslunin sem hlaut hærri einkunn í ár en í fyrra, en þetta er í sjötta sinn sem Krónan hlýtur þessa viðurkenningu.
Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, veitti verðlaununum viðtöku á Grand hótel í morgun. Í ræðu sinni sagði Guðrún að niðurstaðan væri Krónunni mikið ánægjuefni og hvatning til að halda áfram á sömu braut. Ánægja viðskiptavina skipti Krónuna öllu máli, ekki síður en traust og heiðarlegt samband við viðskiptavini. „Við viljum að þeir segi okkur hvað þeim finnst og það sem skiptir þá máli, skiptir okkur máli,“ sagði Guðrún í ræðu sinni í dag.
Þá þakkaði Guðrún jafnframt starfsfólki Krónunnar sem mætti hvern einasta dag í vinnuna með bros á vör. „Þetta eru ykkar verðlaun,“ sagði Guðrún.
4. apríl 2025
Hið vinsæla og margverðlaunaða hárvörumerki Monday Haircare er nú loksins fáanlegt á Íslandi en Krónan er að hefja sölu á merkinu.
3. apríl 2025
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!