13. janúar 2023
Krónan hlaut í morgun viðurkenningu Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2022. Ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem mæld er reglulega yfir árið og hlaut Krónan hæstu einkunn meðal matvöruverslana.
Ánægja viðskiptavina þriggja matvöruverslana var mæld í ár. Viðskiptavinir veittu Krónunni 74,4 stig, Bónus 67,9 stig og Nettó 66. Krónan var jafnframt eina matvöruverslunin sem hlaut hærri einkunn í ár en í fyrra, en þetta er í sjötta sinn sem Krónan hlýtur þessa viðurkenningu.
Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, veitti verðlaununum viðtöku á Grand hótel í morgun. Í ræðu sinni sagði Guðrún að niðurstaðan væri Krónunni mikið ánægjuefni og hvatning til að halda áfram á sömu braut. Ánægja viðskiptavina skipti Krónuna öllu máli, ekki síður en traust og heiðarlegt samband við viðskiptavini. „Við viljum að þeir segi okkur hvað þeim finnst og það sem skiptir þá máli, skiptir okkur máli,“ sagði Guðrún í ræðu sinni í dag.
Þá þakkaði Guðrún jafnframt starfsfólki Krónunnar sem mætti hvern einasta dag í vinnuna með bros á vör. „Þetta eru ykkar verðlaun,“ sagði Guðrún.
1. nóvember 2024
Heillakarfan hlaut Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
23. október 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.
23. október 2024
40 keppendur skiluðu inn glæsilegum graskerum og vöktu þau gríðarlega lukku meðal viðskiptavina Krónunnar um helgina.
1. október 2024
Matarbúrið verður í stærstu verslunum Krónunnar næstu sex vikurnar.