19. júní 2025
Krónan upp að dyrum í Borgarnesi, á Akranesi og Kjalarnesi!
Krónan hefur nú opnað fyrir heimsendingarþjónustu Snjallverslunarinnar í Borgarnesi og nágrenni. Þjónustusvæðið í kringum Akranes hefur einnig stækkað og nær nú til fleiri íbúa á svæðinu. Þá hefst einnig heimsending til Kjalarness frá versluninni á Akranesi. Með þessu verður aðgengi að einföldum, hagkvæmum og þægilegum matvöruinnkaupum betra en nokkru sinni fyrr fyrir íbúa á vestanverðu landinu.
Snjallverslun Krónunnar gerir viðskiptavinum kleift að versla matvöru í gegnum app Krónunnar og á kronan.is og fá vörurnar sendar heim að dyrum. Þjónustan var tekin í notkun á Akranesi í mars og hefur vakið afar jákvæð viðbrögð. Fjöldi íbúa í Borgarnesi og nágrenni hefur lýst áhuga á sambærilegri þjónustu og nú hefur Krónan svarað kallinu.Krónan býður einnig fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu upp á reikningsviðskipti í gegnum Snjallverslunina og með þjónustunni Skannað og skundað. Þannig er hægt að versla á einfaldan og fljótlegan hátt en þetta er lausn sem veitir betri yfirsýn, sparar tíma og fyrirhöfn.
Viðskiptavinir fá fría heimsendingu ef pantað er fyrir 19.900 kr. eða meira í Snjallverslun. Þjónustan er aðgengileg í appi Krónunnar og á kronan.is. Nánari upplýsingar um fyrirtækjaviðskipti má nálgast hér.
27. ágúst 2025
Krónan hefur tekið höndum saman við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló um afhendingu netpantana í kældum afhendingarstöðvum Pikkoló á höfuðborgarsvæðinu.
26. ágúst 2025
Um helgina opnuðum við nýja og glæsilega Krónuverslun á Fitjabraut 5.
26. ágúst 2025
Næstu helgar er hægt að finna fjölbreytt úrval af fersku, ópökkuðu, íslensku grænmeti á Bændamarkaði.
20. ágúst 2025
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ á laugardag.