27. apríl 2023
Krónan tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem verður haldinn sunnudaginn 30. apríl. Allir mega skipuleggja viðburði í sínu nær samfélagi og hvetja aðra til þess sama. Hvetjum sveitarfélögin okkar til að taka þátt, hvetjum vinnustaðinn okkar til að taka þátt, vinnufélaga, skólafélaga og nágranna í götunni.
Gámar frá Íslenska Gámafélaginu fyrir plokk í glærum pokum verða staðsettir við eftirfarandi Krónuverslanir:
Krónan Akranesi
Krónan Bíldshöfða
Krónan Flatahrauni
Krónan Granda
Krónan Mosfellsbæ
Krónan Vallakór
Plokk er góð útivera, góð samvera og allir geta tekið þátt. Þetta er okkar umhverfi, þetta er okkar framtíð.
Skipuleggjum minni viðburði þar sem við komum saman og plokkum svæði í nær samfélaginu okkar þar sem plast og pappi safnast saman í rokinu allann veturinn. Ef við áttum okkur á því hvaðan ruslið er að koma er ekki úr vegi að láta viðkomandi ábyrgðmenn vita. Ekki bara láta vita af því, heldur biðja viðkomandi að ganga betur frá ruslafötum eða gámum, því ósjaldan er uppruni rusls óásættanlegur frágangur á ruslaílátum.
Við hvetjum Krónuvini að taka þátt í plokkdeginum!
26. ágúst 2025
Um helgina opnuðum við nýja og glæsilega Krónuverslun á Fitjabraut 5.
26. ágúst 2025
Næstu helgar er hægt að finna fjölbreytt úrval af fersku, ópökkuðu, íslensku grænmeti á Bændamarkaði.
20. ágúst 2025
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ á laugardag.