6. október 2025
145 tonn af umbúðarlausu, íslensku grænmeti!
Þá er uppáhalds Bændamarkaðurinn okkar búinn í bili!🥦🥕 Fimm helgar, 26 verslanir og um 145 tonn seld af umbúðarlausu, íslensku grænmeti - beint frá bónda!
Í ár kepptu verslanir um flottustu og frumlegusu uppstillingarnar á Bændamarkaðinum og sigurvegarar ársins eru verslanirnar á Granda og Bíldshöfða!🏆 Við óskum verslununum og öllu okkar starfsfólki innilega til hamingju með glæsilegar uppstillingar og dugnað.
Takk fyrir komuna á Bændamarkaðinn kæru Krónuvinir og takk fyrir að velja íslenskan landbúnað. Sjáumst á næsta ári!👋
27. ágúst 2025
Krónan hefur tekið höndum saman við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló um afhendingu netpantana í kældum afhendingarstöðvum Pikkoló á höfuðborgarsvæðinu.
26. ágúst 2025
Um helgina opnuðum við nýja og glæsilega Krónuverslun á Fitjabraut 5.
26. ágúst 2025
Næstu helgar er hægt að finna fjölbreytt úrval af fersku, ópökkuðu, íslensku grænmeti á Bændamarkaði.
20. ágúst 2025
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ á laugardag.