
29. janúar 2021
Takk Krónu vinir
Krónu vinir eru ánægðustu viðskiptavinirnir á matvælamarkaði 4. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar, sem veitt voru á Grand Hótel í dag. Krónan fékk 74,2 stig af 100 mögulegum.
Takk fyrir allar góðu hugmyndirnar.
Takk fyrir þolinmæðina á þessum undarlegu tímum.
Takk fyrir að halda okkur á tánum í umhverfismálum.
Takk fyrir að hvetja okkur áfram. Þetta hvetur okkur til að gera ennþá betur, FYRIR YKKUR!
Pssst…Við brosum eins og banani.
Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og framkvæmdin er í höndum Zenter rannsókna. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Nánari upplýsingar um Íslensku Ánægjuvogina má finna á stjornvisi.is


13. janúar 2023
Íþróttadrykkurinn PRIME kemur aftur í sölu í öllum verslunum föstudaginn 13. janúar.

21. desember 2022
Alls söfnuðust 10 milljónir í jólastyrkjasöfnun Krónunnar þetta árið, sem veittar eru í formi rúmlega 450 gjafakorta.

21. desember 2022
Yfir þúsund manns tóku þátt í leynivinaleik Krónunnar sem stóð yfir í 10 daga á aðventunni, sem gerir leikinn þann stærsta í Íslandssögunni.

1. desember 2022
Ný og glæsileg verslun okkar að Tryggvabraut 8 á Akureyri opnaði fimmtudaginn 1. desember. Verslunarrýmið er alls um 2.000 fermetrar að stærð og mun fjöldi vörutegunda í nýju versluninni hlaupa á þúsundum.

30. nóvember 2022
Krónan og Rio Tinto hljóta Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022. Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama.