
29. janúar 2021
Takk Krónu vinir
Krónu vinir eru ánægðustu viðskiptavinirnir á matvælamarkaði 4. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar, sem veitt voru á Grand Hótel í dag. Krónan fékk 74,2 stig af 100 mögulegum.
Takk fyrir allar góðu hugmyndirnar.
Takk fyrir þolinmæðina á þessum undarlegu tímum.
Takk fyrir að halda okkur á tánum í umhverfismálum.
Takk fyrir að hvetja okkur áfram. Þetta hvetur okkur til að gera ennþá betur, FYRIR YKKUR!
Pssst…Við brosum eins og banani.
Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og framkvæmdin er í höndum Zenter rannsókna. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Nánari upplýsingar um Íslensku Ánægjuvogina má finna á stjornvisi.is


31. mars 2022
Nú seljum við ávexti og grænmeti á stykkjaverði! Þetta gerum við bæði til að auka gagnsæi til viðskiptavina okkar sem vita um leið hvað varan kostar – og til að einfalda innleiðingu á tæknilausnum.

14. mars 2022
Skannað og skundað var valin stafræna lausn ársins 2021 hjá Samtökum vefiðnaðarins (SVEF).

24. janúar 2022
Krónu vinir eru ánægðustu viðskiptavinirnir á matvælamarkaði 5. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.

29. október 2021
Við höfum nú úthlutað um sjö milljónum króna til 25 verkefna í formi samfélagsstyrkja til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar.