29. janúar 2021
Takk Krónu vinir
Krónu vinir eru ánægðustu viðskiptavinirnir á matvælamarkaði 4. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar, sem veitt voru á Grand Hótel í dag. Krónan fékk 74,2 stig af 100 mögulegum.
Takk fyrir allar góðu hugmyndirnar.
Takk fyrir þolinmæðina á þessum undarlegu tímum.
Takk fyrir að halda okkur á tánum í umhverfismálum.
Takk fyrir að hvetja okkur áfram. Þetta hvetur okkur til að gera ennþá betur, FYRIR YKKUR!
Pssst…Við brosum eins og banani.
Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og framkvæmdin er í höndum Zenter rannsókna. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Nánari upplýsingar um Íslensku Ánægjuvogina má finna á stjornvisi.is
2. desember 2024
Samfélagsstyrkur Krónunnar var veittur á haustmánuðum.
28. nóvember 2024
Við höfum opnað glæsilega og endurbætta verslun okkar á Bíldshöfða.
25. nóvember 2024
Krónan hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 og er til fyrirmyndar í margvíslegu samstarfi sínu við hönnuði, þar sem rauði þráðurinn er aukin umhverfisvitund og sjálfbærni.
18. nóvember 2024
Dagana 16.-24. nóvember stendur Evrópska nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
1. nóvember 2024
Heillakarfan hlaut Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
23. október 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.