
25. ágúst 2023
Bændamarkaður Krónunnar næstu helgar!
Loksins, loksins! Bændamarkaðurinn, sem við höldum á haustin, er okkur afar mikilvægur en þar stillum við fram nýuppteknu íslensku grænmeti á háuppskerutíma í íslenskum landbúnaði. Þetta er sjöunda haustið sem Bændamarkaður Krónunnar er haldinn en sumarið í ár hefur verið gott fyrir íslenska uppskeru og verður úrval grænmetis og gæði þess eftir því. Til að bæta við upplifunina ætlum við að spila alíslenska tónlist í verslunum í september.
Á markaðnum, sem er staðsettur í öllum verslunum okkar, verður að finna brakandi ferskt íslenskt grænmeti beint frá býli.
Öllu grænmeti á Bændamarkaðnum er stillt fram án plasts og annarra umbúða og eru viðskiptavinir hvattir til að mæta með fjölnota umbúðir undir grænmetið.
Ps. Kíktu á uppskriftarvefinn okkar til að fá innblástur í eldhúsinu í september!


26. september 2023
Ótrúlega gaman að taka á móti öllum okkar frábæru viðskiptavinum um helgina þegar við enduropnuðum Krónuna á Granda.

11. september 2023
Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina. Um 300 kátir krakkar á aldrinum þriggja til tólf ára spændu um brautirnar í Öskjuhlíðinni og stóðu sig ótrúlega vel!

1. september 2023
Allt frá karamellupoppi til sítrónukáls yfir í viskísinnep og súkkulaðibombur. Í Matarbúrinu má finna einstakt hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem kemur beint frá býli, borg eða bæ. Á morgun, 2. september, hefst Matarbúrið í stærstu verslunum Krónunnar.

9. ágúst 2023
Krónan er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga 2023