25. ágúst 2023
Loksins, loksins! Bændamarkaðurinn, sem við höldum á haustin, er okkur afar mikilvægur en þar stillum við fram nýuppteknu íslensku grænmeti á háuppskerutíma í íslenskum landbúnaði. Þetta er sjöunda haustið sem Bændamarkaður Krónunnar er haldinn en sumarið í ár hefur verið gott fyrir íslenska uppskeru og verður úrval grænmetis og gæði þess eftir því. Til að bæta við upplifunina ætlum við að spila alíslenska tónlist í verslunum í september.
Á markaðnum, sem er staðsettur í öllum verslunum okkar, verður að finna brakandi ferskt íslenskt grænmeti beint frá býli.
Öllu grænmeti á Bændamarkaðnum er stillt fram án plasts og annarra umbúða og eru viðskiptavinir hvattir til að mæta með fjölnota umbúðir undir grænmetið.
Ps. Kíktu á uppskriftarvefinn okkar til að fá innblástur í eldhúsinu í september!
21. mars 2025
Í ár vildum við koma efni sjálfbærniskýrslu Krónunnar út til viðskiptavina með öðrum hætti en áður.
28. febrúar 2025
Við erum hoppandi kát með að hafa hlotið fjórar tilnefningar í þremur flokkum til Lúðursins, íslensku markaðsverðlaunanna!
12. febrúar 2025
Krónan hneppir hnossið í 9. skiptið og sjö af þeim hefur það verið Krónan á Granda.
10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.