Tindsmótið

Hvað getum við gert skemmtilegt saman?

Við elskum að framkvæma skemmtileg verkefni með okkar frábæru viðskiptavinum. Árlega veitum við styrki í nærumhverfi verslana Krónunnar sem hafa það markmið að efla heilsu og hreysti barna. Hjá Krónunni er hægt að sækja um 4 mismunandi styrki; samfélagsstyrk, jólastyrk, að fá Krónuhjólið í heimsókn og sölu á góðgerðarvörum í Krónunni. Við erum spennt að heyra allt um verkefnið þitt og hvetjum þig til að sækja um þegar við opnum fyrir styrktarumsóknir.  

 

Planta

Samfélagsstyrkur Krónunnar

Stefna Krónunnar er að styrkja verkefni sem hvetja til hreyfingu og hollustu barna og/eða uppbyggingar í samfélaginu, t.d  á sviði menningar og lista eða menntunar. Opið er fyrir styrktarumsóknir 1.maí ár hvert en umsóknarfrestur er til og með 31.ágúst. Í kjölfarið er farið yfir umsóknir og er styrkjum síðan úthlutað um haustið. Ef þú ert með skemmtilegt verkefni framundan sem tengist stefnu Krónunnar þá hvetjum við þig til að sækja um.

Sækja um samfélagsstyrk Krónunnar 2022

Samfélagsstyrkur - úthlutanir 2021

Muninn kvikmyndagerð á Akranesi, fyrir Jólagleði í Garðalund.
FVA á Akranesi, fyrir Heilsuviku
Blakdeild KA á Akureyri, fyrir þjálfaranámskeið til að tækla einelti, samskipti, kvíða, ofl. hjá börnum.
KA og KA/Þór á Akureyri, fyrir handknattleiksdeild barna.
Stjarnan í Garðabæ, fyrir handknattleiksdeild barna.
Haukar körfubolti í Hafnarfirði, fyrir körfuboltaþjálfun fatlaðra.
Leiklistafélag Setbergsskóla í Hafnarfirði, fyrir sýningarhald.
Rafíþróttadeild Dímonar á Hvolsvelli, fyrir uppbyggingu á rafíþróttadeild.
Afrekshugur á Hvolsvelli, fyrir afsteypu af styttu Nínu Sæmundsdóttir í miðbæ Hvolsvallar
HK í Hópavogi, fyrir Krónumót yngri flokka í Knattspyrnu.
Frjálsíþróttadeild Aftureldingar í Mosfellsbæ, fyrir kaup á áhöldum og uppbyggingu.
Ólafur Arason á Reyðarfirði, fyrir gróðursetningu á birkiplöntum í reit Skógræktarfélag Reyðarfjarðar.
Hrafnkell Freysgoði á Breiðdalsvík, fyrir sparkvelli.
Heilsueflandi gunnskólar í Reykjanesbæ, fyrir Sterkari út í lífið.
Heiðarskóli í Reykjanesbæ, fyrir uppbyggingu á útikennslusvæði í Gryfjunni.
Fram í Reykjavík, fyrir handknattleiksdeild barna
Listhlaupadeild Fjölnis í Reykjavík, fyrir kaup á búnaði og þjálfaranámskeið
Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfussi, fyrir búnaði og uppbyggingu
Dansakademían á Selfossi, fyrir fyrstu nemendasýningu nýs dansskóla
Sundfélag ÍBV í Vestmannaeyjum, fyrir sunddeild barna.
Listasmiðja náttúrunnar í Vestmannaeyjum, fyrir myndlistarnámskeið barna þar sem áhersla er lögð á sköpun samtvinnaða við náttúru og útiveru.
Foreldrafélag leikskólans Bergheima í Þorlákshöfn, fyrir kaup á Bambahúsi til að rækta grænmeti
Ægir í Þorlákshöfn fyrir knattspyrnudeild barna
Björgunarsveitin Víkverji í Vík, fyrir uppbyggingu
Tindur í Reykjavík, Krónu sparkhjólamót barna

Jólastyrkur

Jólastyrkur Krónunnar

Í nóvember ár hvert geta góðgerðarsamtök sem sjá um matarúhlutanir í sínu nærsamfélagi sótt um jólastyrk fyrir matarúttektum í Krónunni. Jólastyrkjum er úthlutað í byrjun desember. Um jólin geta viðskiptavinir okkar líka styrkt góðgerðarmálefni sem sjá um matarúthlutanir með því að velja hjartað á kassa, sjálfsafgreiðslu og í Snjallverslun Krónunnar. Í lok greiðsluferils gefst viðskiptavinum tækifæri á að hækka matarkörfuna um upphæð sem nemur 500 kr. sem rennur beint í matarúthlutanir í því hverfi sem verslað er í.

 

Jólastyrkur - úthlutanir 2021

Krónan elskar að láta gott af sér leiða og styrkir góðgerðarsamtök sem sjá um matarúthlutanir um rúmlega 6,4 milljónir fyrir jólin. Félög sem hlutu jólastyrk 2021:

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar

Hjálpræðisherinn

Jólasjóður Fjarðarbyggðar

Hjálparstarf Kirkjunnar

Selfosskirkja

Landakirkja í Vestmannaeyjum

Velferðarsvið Reykjanesbæjar

Soroptimistafélag Mosfellsbæjar

Víkurkirkja

Stórólfshvolskirkja

Krónuhjólið

Viltu fá Krónuhjólið í heimsókn?

Sumarið 2020 varð Krónuhjólið til. Við endurnýttum gamalt hjól og gáfum því gleðilegt gult nýtt líf. Vinir okkar í Plastplan smíðuðu fallega blómapotta úr plastinu sem hafði fallið til í verslun okkar á Granda. Krónuhjólið hjólar með Krónunni á sumrin, um jólin og á Krónumótinu í nóvember en þess á milli er hjólið notað sem litrík og skemmtileg framstilling í ávaxta- og grænmetis deild og flakkar á milli Krónuverslana.

Nú langar okkur að bjóða viðskiptavinum að fá Krónuhjólið í heimsókn á lýðheilsu tengda viðburði fyrir börn og er hægt að sækja um hér. Við opnum fyrir styrktarumsóknir fyrir Krónuhjólið 1.maí ár hvert en umsóknarfrestur er til og með 31.ágúst. Í kjölfarið er farið yfir umsóknir og ákveðnir viðburðir sem ganga upp í dagatali Krónunnar.

Hjartað í innkaupakerrunni

Sala á góðgerðarvörum í Krónunni

Við viljum láta gott af okkur leiða og gefa góðgerðasamtökum og félagssamtökum tækifæri á að selja styrktarvörur í Krónunni.  Í nóvember ár hvert er hægt að sækja um sölu á styrktarvörum fyrir árið eftir.  Í kjölfarið er farið yfir umsóknir og góðgerðafélögum úthlutuð tímabil sem ganga upp í dagatali Krónunnar.