Tindsmótið

Hvað getum við gert skemmtilegt saman?

Við elskum að framkvæma skemmtileg verkefni með okkar frábæru viðskiptavinum. Árlega veitum við styrki í nærumhverfi verslana Krónunnar sem hafa það markmið að efla heilsu og hreysti barna. Hjá Krónunni er hægt að sækja um samfélagsstyrk, jólastyrk og sölu á góðgerðarvörum í Krónunni. Við erum spennt að heyra allt um verkefnið þitt og hvetjum þig til að sækja um þegar við opnum fyrir styrktarumsóknir. 

 

Planta

Samfélagsstyrkur Krónunnar

Stefna Krónunnar er að styrkja verkefni sem hvetja til hreyfingu og hollustu barna og/eða uppbyggingar í samfélaginu, t.d  á sviði menningar og lista eða menntunar. Opið er fyrir styrktarumsóknir í maí ár hvert en umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst. Í kjölfarið er farið yfir umsóknir og er styrkjum síðan úthlutað í nóvember.

Samfélagsstyrkur - úthlutanir 2022

Sundfélag Akraness, fyrir kaupum á áhöldum fyrir sundkennslu. 

Goblin Skapandi Spilamiðstöð, fyrir uppbyggingu á skjálausri skemmtun fyrir ungmenni. 

KA og KA/Þórá Akureyri, fyrir handknattleiksdeild barna. 

Sara, stelpa með ADHD, fræðsluverkefni og barnbók um stelpur með ADHD. 

Stjarnan, fyrir handknattleiksdeild barna. 

Fylkir, fimleikastarf fyrir börn. 

Listamáskólinn, listkennsla fyrir börn. 

Íþróttafélagið Dímon, fyrir kaup á Ringó hringum. 

Skotíþróttafélagið Skyttur, fyrir bæting á aðstöðu til kennslu yngri flokka í leirdúfuskotfimi. 

HK í Hópavogi, fyrir Krónumót yngri flokka í Knattspyrnu. 

Njóttu ferðalagsins, hópastarf fyrir sjálfbæra hreyfingu eldri borgara í Mosfellsbæ. 

Félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar, fyrir uppbygging félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð 

Leikskólinn Sólborg, fyrir kaup á Bambahúsi til að rækta grænmeti. 

Leikskólinn Krakkaborg í Flóahreppi, fyrir kaup á Bambahúsi til að rækta grænmeti. 

Leikskólinn Álfheimar, fyrir kaup á Bambahúsi til að rækta grænmeti. 

Heilsulausnir, fyrir forvarnarstarf gagnvart nikótín neyslu ungmenna. 

Dansgarðurinn, styrkur til þess að geta tekið vel á móti börnum af erlendum uppruna í dansnám 

Píeta samtökin, heilsufæði fyrir skjólstæðinga 

Crossfit Eyjar, fyrir æfingar grunnskólabarna eftir skóla 

Lista og menningarfélag Vestmannaeyja / Hvíta húsið, fyrir menningarstarf á svæðinu 

Ungmennafélagið Þór – Fjallahjóladeild, fyrir uppbygging á fjallhjólabraut og pallasmíði 

Ægir í Þorlákshöfn, fyrir knattspyrnudeild barna 

Jaðarklúbburinn Víkursport, fyrir uppbyggingu á fjölbreyttu jaðarsporti.  

Ungmennafélagið Katla, fyrir uppbyggingu íþróttarstarfs fyrir ungmenni 

Tindur í Reykjavík, Krónu sparkhjólamót barna 

Jólastyrkur

Jólastyrkur Krónunnar

Í nóvember ár hvert geta góðgerðarsamtök sem sjá um matarúhlutanir í sínu nærsamfélagi sótt um jólastyrk fyrir matarúttektum í Krónunni. Jólastyrkjum er úthlutað í byrjun desember. Um jólin geta viðskiptavinir okkar líka styrkt góðgerðarmálefni sem sjá um matarúthlutanir með því að velja hjartað á kassa, sjálfsafgreiðslu og í Snjallverslun Krónunnar. Í lok greiðsluferils gefst viðskiptavinum tækifæri á að hækka matarkörfuna um upphæð sem nemur 500 kr. sem rennur beint í matarúthlutanir í því hverfi sem verslað er í.

Jólastyrkur - úthlutanir 2022

Krónan elskar að láta gott af sér leiða og styrkir góðgerðarsamtök sem sjá um matarúthlutanir um rúmlega 8 milljónir fyrir jólin. Félög sem hljóta jólastyrk 2022:

Árnessýslusjóðurinn góði

Jólasjóður Fjarðarbyggðar

Landakirkja í Vestmannaeyjum

Mæðrastyrksnefnd Akraness

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur

Rauðikross Víkursvæðis

Rauði krossinn

Selfosskirkja

Soroptimistafélag Mosfellsbæjar

Stórólfshvolskirkja

Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis

Velferðarsvið Reykjanesbæjar

Barnaheill

Mæðrastyrksnefnd Akureyrar

Hjálpræðisherinn Akureyri

Hjartað í innkaupakerrunni

Sala á góðgerðarvörum í Krónunni

Við viljum láta gott af okkur leiða og gefa góðgerðasamtökum og félagssamtökum tækifæri á að selja styrktarvörur í Krónunni.  Í nóvember ár hvert er hægt að sækja um sölu á styrktarvörum fyrir árið eftir.  Í kjölfarið er farið yfir umsóknir og góðgerðafélögum úthlutuð tímabil sem ganga upp í dagatali Krónunnar.

Sækja um sölu á styrktarvörum 2023