Krónumót HK í fótbolta

Samfélagsleg ábyrgð

Við viljum hafa áhrif til góðs og sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Það gerum við með því að beina kröftum okkar að umhverfi og lýðheilsu, bæði í því sem Krónan gerir sem matvöruverslun en einnig í fræðslu og miðlun til viðskiptavina okkar til að hjálpa þeim að lifa heilsusamlegum og sjálfbærum lífstíl.

Við hugum stöðugt að úrbótum í okkar starfsemi til að stuðla að jákvæðum breytingum og minnka umhverfisáhrif af daglegum innkaupum viðskiptavina – og trúum því að í samvinnu við viðskiptavini okkar og þjónustuaðila getum við sífellt bætt okkur og byggt upp grænni og heilsusamlegri framtíð í sameiningu.

Við höfum sett okkur langtímamarkmið að verða nettó-núll árið 2035.

Krónan hefur kolefnisjafnað sína losun að fullu síðan 2021, en að minnka losun gróðurhúsalofttegunda er eitt af okkar stærstu verkefnum. Þetta verkefni krefst skýrrar sýnar og raunhæfrar aðgerðaráætlunnar.

Fallback alt

Umhverfisstefna Krónunnar

Umhverfisstefna Krónunnar leggur fyrst og fremst áherslu á að minnka matarsóun, nota umhverfisvæna orkugjafa, tryggja umhverfisvænt vöruúrval og sýna ábyrgð í sorpflokkun. Við vitum að í krafti stærðar okkar getum við haft áhrif til góðs. Við hugum stöðugt að úrbótum í okkar starfsemi til að minnka umhverfisáhrif – og trúum því að í samvinnu við viðskiptavini okkar og þjónustuaðila getum við sífellt bætt okkur og byggt upp græna og sjálfbæra framtíð í sameiningu

Umhverfisstefna Krónunnar

Ódýrt hilluvörur
Manneskja með Krónupoka
Skápar fyrir Snjallverslun
Fallback alt

Krónan fyrir krúttin!

Okkur þykir mjög vænt um kynslóðir framtíðarinnar og viljum að börn alist upp við gott aðgengi að hreyfingu og hollri matvöru. Við gerum ýmislegt, bæði stórt og smátt, til að styðja við hreysti og heilbrigði unga fólksins, allt frá því að bjóða upp á ókeypis ávexti fyrir börnin til að jappla á í búðarferðinni og til Krónumótanna í fótbolta þar sem sérstaklega er lagt upp úr hollustu og hreysti ungu kynslóðarinnar.

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur