3. janúar 2025
Á nýju ári eru eflaust margir sem vilja huga betur að heilsunni eða umhverfinu. Hvernig og hverju við neytum á stóran þátt í okkar líðan og hefur einnig heilmikil áhrif á umhverfið í kringum okkur. Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.
Árið þitt í Heillakörfunni gerir þér m.a. kleift að sjá hvernig þú hefur staðið þig yfir árið, hvort þú hafir náð þínum mánaðarlegu markmiðum, hverjar þínar vinsælustu vörur voru og hvaða jákvæðu áhrif þínar ákvarðanir hafa haft á umhverfið.
Með ársyfirlitinu viljum við lyfta upp þeim góðu ákvörðunum sem þú hefur tekið á árinu og hjálpa þér að skapa jákvæðar venjur í daglegum innkaupum þínum. Takk fyrir að velja vel fyrir þig, þína og umhverfið.
Opnaðu Krónuappið og kíktu á þitt yfirlit í Heillakörfunni fyrir árið 2024!
30. desember 2024
500 fjölskyldur hlutu matarúthlutun úr Jólastyrk Krónunnar.
23. desember 2024
Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og hlökkum til að taka á móti ykkur í Krónunni á nýju ári.
10. desember 2024
Leggjum okkar af mörkum, bætum hjarta í körfuna okkar um jólin og styrkjum góðgerðarfélög og hjálparsamtök.
2. desember 2024
Samfélagsstyrkur Krónunnar var veittur á haustmánuðum.