1. nóvember 2024
Heillakarfan hlýtur hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu!
Rétt í þessu var verkefnið okkar, Heillakarfan, að vinna Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
Markmið Heillakörfunnar er að skapa jákvæðar venjur í daglegum innkaupum og gefa neytendum yfirsýn yfir vörur sem við teljum þeim og umhverfinu til heilla. Litlar ákvarðanir geta haft mikil áhrif og með Heillakörfunni hjálpum við viðskiptavinum okkar að taka upplýstar ákvarðanir.
Heillakörfuna unnum við í nánu samstarfi með Metall hönnunarstofu en hana finnur þú á þínum síðum í Krónuappinu!
Við erum í skýjunum með viðurkenninguna og hlökkum til að taka verkefnið enn lengra með Krónuvinum. Takk fyrir okkur!
21. mars 2025
Í ár vildum við koma efni sjálfbærniskýrslu Krónunnar út til viðskiptavina með öðrum hætti en áður.
28. febrúar 2025
Við erum hoppandi kát með að hafa hlotið fjórar tilnefningar í þremur flokkum til Lúðursins, íslensku markaðsverðlaunanna!
12. febrúar 2025
Krónan hneppir hnossið í 9. skiptið og sjö af þeim hefur það verið Krónan á Granda.
10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.