1. nóvember 2024
Heillakarfan hlýtur hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu!
Rétt í þessu var verkefnið okkar, Heillakarfan, að vinna Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
Markmið Heillakörfunnar er að skapa jákvæðar venjur í daglegum innkaupum og gefa neytendum yfirsýn yfir vörur sem við teljum þeim og umhverfinu til heilla. Litlar ákvarðanir geta haft mikil áhrif og með Heillakörfunni hjálpum við viðskiptavinum okkar að taka upplýstar ákvarðanir.
Heillakörfuna unnum við í nánu samstarfi með Metall hönnunarstofu en hana finnur þú á þínum síðum í Krónuappinu!
Við erum í skýjunum með viðurkenninguna og hlökkum til að taka verkefnið enn lengra með Krónuvinum. Takk fyrir okkur!
23. október 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.
23. október 2024
40 keppendur skiluðu inn glæsilegum graskerum og vöktu þau gríðarlega lukku meðal viðskiptavina Krónunnar um helgina.
1. október 2024
Matarbúrið verður í stærstu verslunum Krónunnar næstu sex vikurnar.
19. september 2024
Krónuhjólamótið var nú haldið í sjötta sinn með Tind og Hjólaskólanum.