1. nóvember 2024
Heillakarfan hlýtur hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu!
Rétt í þessu var verkefnið okkar, Heillakarfan, að vinna Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
Markmið Heillakörfunnar er að skapa jákvæðar venjur í daglegum innkaupum og gefa neytendum yfirsýn yfir vörur sem við teljum þeim og umhverfinu til heilla. Litlar ákvarðanir geta haft mikil áhrif og með Heillakörfunni hjálpum við viðskiptavinum okkar að taka upplýstar ákvarðanir.
Heillakörfuna unnum við í nánu samstarfi með Metall hönnunarstofu en hana finnur þú á þínum síðum í Krónuappinu!
Við erum í skýjunum með viðurkenninguna og hlökkum til að taka verkefnið enn lengra með Krónuvinum. Takk fyrir okkur!
28. nóvember 2024
Við höfum opnað glæsilega og endurbætta verslun okkar á Bíldshöfða.
25. nóvember 2024
Krónan hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 og er til fyrirmyndar í margvíslegu samstarfi sínu við hönnuði, þar sem rauði þráðurinn er aukin umhverfisvitund og sjálfbærni.
18. nóvember 2024
Dagana 16.-24. nóvember stendur Evrópska nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
23. október 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.