
21. desember 2022
Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar
Yfir þúsund manns tóku þátt í leynivinaleik Krónunnar sem stóð yfir í 10 daga á aðventunni, sem gerir leikinn þann stærsta í Íslandssögunni. Leynivinaleikir (e. secret santa) eru orðnir stór partur af íslenskri jólahefð og gátu viðskiptavinir sem versluðu með Skannað og skundað í verslunum Krónunnar komið hver öðrum skemmtilega á óvart með leynivinagjöf - í boði Krónunnar. Gjafakeðjan gekk um land allt og glöddu viðskiptavinir hvern annan landshorna á milli.
Alls gáfu Krónuvinir hver öðrum 1.876 gjafir.
Vinsælustu gjafirnar voru Gestus klementínur, Konsum suðusúkkulaði, Krónu piparkökur, MS Jóla Brie, Egils malt og appelsín í gleri og Lindt lindor kúlur. Einnig var áhugavert að sjá að viðskiptavinir Krónunnar í Kópavogi voru gjafmildastir á Íslandi og gáfu samtals 380 gjafir.


1. september 2023
Allt frá karamellupoppi til sítrónukáls yfir í viskísinnep og súkkulaðibombur. Í Matarbúrinu má finna einstakt hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem kemur beint frá býli, borg eða bæ. Á morgun, 2. september, hefst Matarbúrið í stærstu verslunum Krónunnar.

25. ágúst 2023
Bændamarkaðurinn, sem við höldum á haustin, er okkur afar mikilvægur en þar stillum við fram nýuppteknu íslensku grænmeti á háuppskerutíma í íslenskum landbúnaði.

9. ágúst 2023
Krónan er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga 2023

8. ágúst 2023
Til stendur að opna glæsilega verslun Krónunnar á Granda um miðjan september.