
21. desember 2022
Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar
Yfir þúsund manns tóku þátt í leynivinaleik Krónunnar sem stóð yfir í 10 daga á aðventunni, sem gerir leikinn þann stærsta í Íslandssögunni. Leynivinaleikir (e. secret santa) eru orðnir stór partur af íslenskri jólahefð og gátu viðskiptavinir sem versluðu með Skannað og skundað í verslunum Krónunnar komið hver öðrum skemmtilega á óvart með leynivinagjöf - í boði Krónunnar. Gjafakeðjan gekk um land allt og glöddu viðskiptavinir hvern annan landshorna á milli.
Alls gáfu Krónuvinir hver öðrum 1.876 gjafir.
Vinsælustu gjafirnar voru Gestus klementínur, Konsum suðusúkkulaði, Krónu piparkökur, MS Jóla Brie, Egils malt og appelsín í gleri og Lindt lindor kúlur. Einnig var áhugavert að sjá að viðskiptavinir Krónunnar í Kópavogi voru gjafmildastir á Íslandi og gáfu samtals 380 gjafir.


13. janúar 2023
Íþróttadrykkurinn PRIME kemur aftur í sölu í öllum verslunum föstudaginn 13. janúar.

21. desember 2022
Alls söfnuðust 10 milljónir í jólastyrkjasöfnun Krónunnar þetta árið, sem veittar eru í formi rúmlega 450 gjafakorta.

1. desember 2022
Ný og glæsileg verslun okkar að Tryggvabraut 8 á Akureyri opnaði fimmtudaginn 1. desember. Verslunarrýmið er alls um 2.000 fermetrar að stærð og mun fjöldi vörutegunda í nýju versluninni hlaupa á þúsundum.

30. nóvember 2022
Krónan og Rio Tinto hljóta Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022. Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama.