1. október 2024
Matarbúrið er samstarfsverkefni Krónunnar og Samtaka smáframleiðenda matvæla sem hófst árið 2020. Þar má finna einstakt hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem kemur beint frá býli, borg eða bæ.
Matarbúrið er í stærstu verslunum Krónunnar og gefst viðskiptavinum tækifæri á að kynnast spennandi kræsingum og gúrmeti frá íslenskum matarfrumkvöðlum næstu vikurnar.
Markmið Matarbúrsins er að efla íslenska smáframleiðendur og aðgengi viðskiptavina að þessum vörum. Margir smáframleiðendur, sem fengu sitt fyrsta hillupláss í Matarbúri Krónunnar, eru nú með vörur sínar í almennri sölu þar sem vörum þeirra var einstaklega vel tekið á þessu prufutímabili sem Matarbúrið stendur yfir.
Matarbúrið er að finna í Lindum, Mosó, Skeifunni, Granda, Flatahrauni, Selfossi og Akureyri.
21. mars 2025
Í ár vildum við koma efni sjálfbærniskýrslu Krónunnar út til viðskiptavina með öðrum hætti en áður.
28. febrúar 2025
Við erum hoppandi kát með að hafa hlotið fjórar tilnefningar í þremur flokkum til Lúðursins, íslensku markaðsverðlaunanna!
12. febrúar 2025
Krónan hneppir hnossið í 9. skiptið og sjö af þeim hefur það verið Krónan á Granda.
10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.