1. október 2024
Gúrmeti og kræsingar í Matarbúri Krónunnar
Matarbúrið er samstarfsverkefni Krónunnar og Samtaka smáframleiðenda matvæla sem hófst árið 2020. Þar má finna einstakt hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem kemur beint frá býli, borg eða bæ.
Matarbúrið er í stærstu verslunum Krónunnar og gefst viðskiptavinum tækifæri á að kynnast spennandi kræsingum og gúrmeti frá íslenskum matarfrumkvöðlum næstu vikurnar.
Markmið Matarbúrsins er að efla íslenska smáframleiðendur og aðgengi viðskiptavina að þessum vörum. Margir smáframleiðendur, sem fengu sitt fyrsta hillupláss í Matarbúri Krónunnar, eru nú með vörur sínar í almennri sölu þar sem vörum þeirra var einstaklega vel tekið á þessu prufutímabili sem Matarbúrið stendur yfir.
Matarbúrið er að finna í Lindum, Mosó, Skeifunni, Granda, Flatahrauni, Selfossi og Akureyri.