19. ágúst 2024
Við höfum sett upp svæði í Lindum sem er tileinkað lífrænu vöruúrvali!
Markmið verkefnisins er að vera leiðandi í lífrænum kostum í takt við stefnu Krónunnar, og það með samkeppnishæfu verði. Okkar árlega markmið er að hækka hlutfall sölu á lífrænu vöruvali og með svæðinu bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á góða upplifun og einfalt aðgengi að lífrænum valkostum. Lífrænt finnst enn um alla verslun en með svæðinu höfum við auðveldað þér leitina.
Á svæðinu má finna um hundrað, nýjar vörur frá fjölbreyttum framleiðendum, eins og Grön Balance, Kaju, Pukka og Sonnetor.
Í Lindum má einnig finna nýtt vörumerki innan veggja Krónunnar, en það er íslenska blóma- og plöntufyrirtækið Blómstra. Blómstra leggur mikið upp úr ferskleika vara sinna. Hjá þeim er bæði hægt að kaupa blóm í áskrift og staka blómvendi, eins og nú er hægt í Krónunni.
Sjáumst í Lindum!
2. desember 2024
Samfélagsstyrkur Krónunnar var veittur á haustmánuðum.
28. nóvember 2024
Við höfum opnað glæsilega og endurbætta verslun okkar á Bíldshöfða.
25. nóvember 2024
Krónan hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 og er til fyrirmyndar í margvíslegu samstarfi sínu við hönnuði, þar sem rauði þráðurinn er aukin umhverfisvitund og sjálfbærni.
18. nóvember 2024
Dagana 16.-24. nóvember stendur Evrópska nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
1. nóvember 2024
Heillakarfan hlaut Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
23. október 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.