10. desember 2024
Í síðustu viku opnuðum við fyrir Jólastyrk Krónunnar! Í fyrra náðum við að safna 12 milljónum fyrir 600 fjölskyldur og í ár viljum við gera enn betur. Það eina sem þú þarft að gera er að leggja hjarta í innkaupakörfuna þína - þegar þú skannar og skundar eða ferð í gegnum í sjálfsafgreiðslukassa. Krónan bætir svo við mótframlagi að sömu upphæð. Við komum styrknum sem safnast til góðgerðafélaga eða hjálparsamtaka sem koma svo styrknum til þeirra sem þurfa á honum að halda.
Leggjum okkar af mörkum og bætum hjarta í körfuna okkar um jólin. 💛
@kronan_island Styrktu þitt nærumhverfi🎄💛 Söfnun á Jólastyrk Krónunnar og viðskiptavina fyrir fjölskyldur í neyð fyrir jólin er hafin. Veldu hjartað í appinu eða á sjálfsafgreiðslukassa til að styrkja gott málefni. Krónan styrkir svo sömu upphæð á móti. Í fyrra söfnuðust 12 milljónir króna fyrir 600 fjölskyldur í nærumhverfi Krónunnar, svo safnast þegar saman kemur. Bættu við hjarta í körfuna þína og styrktu gott málefni fyrir jólin!🫶
♬ original sound - Krónan
8. janúar 2025
Hollusta og sjálfbærni eiga við um Krónuna allt árið. Við viljum auðvelda Krónuvinum okkar að byrja árið rétt, með réttu vöruúrvali á góðu verði.
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.
30. desember 2024
500 fjölskyldur hlutu matarúthlutun úr Jólastyrk Krónunnar.
23. desember 2024
Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og hlökkum til að taka á móti ykkur í Krónunni á nýju ári.