10. desember 2024
Í síðustu viku opnuðum við fyrir Jólastyrk Krónunnar! Í fyrra náðum við að safna 12 milljónum fyrir 600 fjölskyldur og í ár viljum við gera enn betur. Það eina sem þú þarft að gera er að leggja hjarta í innkaupakörfuna þína - þegar þú skannar og skundar eða ferð í gegnum í sjálfsafgreiðslukassa. Krónan bætir svo við mótframlagi að sömu upphæð. Við komum styrknum sem safnast til góðgerðafélaga eða hjálparsamtaka sem koma svo styrknum til þeirra sem þurfa á honum að halda.
Leggjum okkar af mörkum og bætum hjarta í körfuna okkar um jólin. 💛
@kronan_island Styrktu þitt nærumhverfi🎄💛 Söfnun á Jólastyrk Krónunnar og viðskiptavina fyrir fjölskyldur í neyð fyrir jólin er hafin. Veldu hjartað í appinu eða á sjálfsafgreiðslukassa til að styrkja gott málefni. Krónan styrkir svo sömu upphæð á móti. Í fyrra söfnuðust 12 milljónir króna fyrir 600 fjölskyldur í nærumhverfi Krónunnar, svo safnast þegar saman kemur. Bættu við hjarta í körfuna þína og styrktu gott málefni fyrir jólin!🫶
♬ original sound - Krónan
21. mars 2025
Í ár vildum við koma efni sjálfbærniskýrslu Krónunnar út til viðskiptavina með öðrum hætti en áður.
28. febrúar 2025
Við erum hoppandi kát með að hafa hlotið fjórar tilnefningar í þremur flokkum til Lúðursins, íslensku markaðsverðlaunanna!
12. febrúar 2025
Krónan hneppir hnossið í 9. skiptið og sjö af þeim hefur það verið Krónan á Granda.
10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.