10. desember 2024
Í síðustu viku opnuðum við fyrir Jólastyrk Krónunnar! Í fyrra náðum við að safna 12 milljónum fyrir 600 fjölskyldur og í ár viljum við gera enn betur. Það eina sem þú þarft að gera er að leggja hjarta í innkaupakörfuna þína - þegar þú skannar og skundar eða ferð í gegnum í sjálfsafgreiðslukassa. Krónan bætir svo við mótframlagi að sömu upphæð. Við komum styrknum sem safnast til góðgerðafélaga eða hjálparsamtaka sem koma svo styrknum til þeirra sem þurfa á honum að halda.
Leggjum okkar af mörkum og bætum hjarta í körfuna okkar um jólin. 💛
@kronan_island Styrktu þitt nærumhverfi🎄💛 Söfnun á Jólastyrk Krónunnar og viðskiptavina fyrir fjölskyldur í neyð fyrir jólin er hafin. Veldu hjartað í appinu eða á sjálfsafgreiðslukassa til að styrkja gott málefni. Krónan styrkir svo sömu upphæð á móti. Í fyrra söfnuðust 12 milljónir króna fyrir 600 fjölskyldur í nærumhverfi Krónunnar, svo safnast þegar saman kemur. Bættu við hjarta í körfuna þína og styrktu gott málefni fyrir jólin!🫶
♬ original sound - Krónan
28. nóvember 2024
Við höfum opnað glæsilega og endurbætta verslun okkar á Bíldshöfða.
25. nóvember 2024
Krónan hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 og er til fyrirmyndar í margvíslegu samstarfi sínu við hönnuði, þar sem rauði þráðurinn er aukin umhverfisvitund og sjálfbærni.
18. nóvember 2024
Dagana 16.-24. nóvember stendur Evrópska nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
1. nóvember 2024
Heillakarfan hlaut Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
23. október 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.