© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
16. desember 2025
Krónan og viðskiptavinir hennar söfnuðu samtals 10 milljónum króna í jólasöfnun sem fór fram í verslunum Krónunnar í byrjun desember og munu styrkirnir nýtast 500 fjölskyldum víðsvegar um landið. Viðskiptavinum gafst þar kostur á að styrkja hjálparsamtök í sínu nærsamfélagi um matarúthlutanir í aðdraganda hátíðanna. Samtals söfnuðu viðskiptavinir fimm milljónum króna sem Krónan síðan jafnaði, og rennur samanlögð upphæð óskert til tólf hjálparsamtaka í formi gjafakorta í Krónuna. Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, tók á móti gjafakortum til úthlutunar í vikunni.
Með söfnuninni bauðst viðskiptavinum að styrkja um 500 krónur eða meira í lokaskrefi greiðslu í verslunum Krónunnar um allt land. Krónan jafnaði síðan framlagið og rennur heildarstyrkurinn til þeirra sem þurfa á mataraðstoð að halda fyrir jólin. Styrkirnir eru veittir í formi gjafakorta svo styrkþegar geti valið sína eigin matarkörfu og keypt það sem hentar hverri fjölskyldu.
Góðgerðarsamtökin sem hlutu styrki frá viðskiptavinum og Krónunni í ár eru Mæðrastyrksnefnd Akraness, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Jólasjóður Fjarðabyggðar, Selfosskirkja, Landakirkja í Vestmannaeyjum, Velferðarsvið Reykjanesbæjar, Velferðasjóður Eyjafjarðarsvæðis, Soroptimistafélag Mosfellsbæjar, Rauði krossinn í Vík og Stórólfshvolskirkja á Hvolsvelli.
Við þökkum viðskiptavinum okkar kærlega fyrir sitt framlag og erum þakklát fyrir samhuginn og viljann til að láta gott af sér leiða.
11. desember 2025
Upplifðu jólaandann og græjaðu innkaupin í leiðinni! Við verðum með möndlusmakk, tónlistarflutning og vörukynningar í völdum verslunum fram að jólum.
4. desember 2025
Við höfum opnað fyrir heimsendingarþjónustu Snjallverslunar á Blönduósi og í Búðardal! 💛
2. desember 2025
Nú opnum við kl. 08:00 í Krónunni Grafarholti, Granda, Mosfellsbæ og Norðurhellu.
2. desember 2025
Krónan bætir við mótframlagi við hverja krónu sem safnast frá viðskiptavinum.