Þurrvörubarinn

21. nóvember 2022

Krónan opnar Þurrvörubar í Skeifunni

Krónan hefur opnað þurrvörubar í verslun sinni í Skeifunni. Þurrvörubarinn er ný viðbót inn í umbúðalausar lausnir Krónunnar þar sem markmiðið er að styðja enn betur við vistvænni neysluhætti viðskiptavina. 

„Við byrjum með þurrvörubarinn í Skeifunni og erum spennt að sjá hvernig hann leggst í viðskiptavini okkar. Við sjáum í nágrannalöndum okkar að svona þjónustu hefur verið vel tekið, en Ísland á smá í land þar,“ segir Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðs- og umhverfismála Krónunnar.

Fleiri þurrvörubarir verða opnaðir í desember í Krónunni á Granda og í nýrri verslun á Akureyri. „Þetta er verkefni sem við viljum vinna áfram og þróa með okkar viðskiptavinum. Umbúðalausu lausnirnar skipta Krónuna máli því þær snerta á öllum  þremur megin umhverfisþáttunum í rekstri okkar; draga úr matarsóun, spara orku og minnka umbúðanotkun,“ segir Daði. 

Bæði er hægt að koma með eigin ílát en einnig grípa pappírspoka til að fylla á ef ílátið gleymist heima. Kúskús, rauðar linsu- og nýrnabaunir, kjúklingabaunir, svartar baunir, tvær tegundir hýðishrísgrjóna og tvær af pasta verða á barnum til að byrja með. 

Krónan vinnur stöðugt að því að innleiða lausnir til að svara kalli viðskiptavina um umbúðalausan lífsstíl. Má þar nefna Hreppamjólk í Lindum sem fæst í endurnýtanlegum flöskum, sápubar Krónunnar á Granda þar sem fylla má á sápubrúsann, ásamt Krónukrönum í Vík og á Granda þar sem viðskiptavinir geta fyllt á vatnsflöskurnar sínar. 

Taupokar eignast framhaldslíf

17. maí 2023

Taupokar eignast framhaldslíf

Við þökkum frábærar viðtökur á Taktu poka - skildu eftir poka verkefninu sem við frumsýndum á Hönnunarmars í maí 2023. Markmið verkefnisins var að vekja athygli á deilihagkerfinu okkar Taktu poka - skildu eftir poka....

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

27. apríl 2023

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

Krónan tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem verður haldinn sunnudaginn 30. apríl. Allir mega skipuleggja viðburði í sínu nær samfélagi og hvetja aðra til þess sama.

Leiksýningin Aspas í Krónunni Granda

26. apríl 2023

Leiksýningin Aspas í Krónunni Granda

Aðgangur á sýninguna er ókeypis en takmarkaður fjöldi áhorfenda kemst að hverju sinni og verkið verður aðeins sýnt 10 sinnum.

Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk

3. apríl 2023

Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk

Krónan er stolt að kynna nýjan svaladrykk sem á uppruna sinn í skólaverkefni nemenda við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Drykkurinn LímonÆði fór í sölu í verslun Krónunnar að Akrabraut í Garðabæ þann 27. mars síðastliðinn.

Fyrsta grænmetis páskaeggið

1. apríl 2023

Fyrsta grænmetis páskaeggið

Krónan tilkynnti í dag nýjung á páskaeggjamarkaðinum sem viðskiptavinir verslunarinnar geta nú fest kaup á.

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar 

31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar 

Krónan hefur átt farsælt samstarf við Breiðablik síðustu ár og verður engin breyting á því.

Krónan færði hælisleitum páskaegg

29. mars 2023

Krónan færði hælisleitum páskaegg

Krónan kom færandi hendi til hjálparsamtakana Get together og færði hælisleitendum páskaegg sem vakti mikla lukku.

22. mars 2023

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

8. febrúar 2023

Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

13. janúar 2023

Krónuvinir þeir ánægðustu - sjötta árið í röð

13. janúar 2023

Prime er komið aftur - UPPSELT!

21. desember 2022

Rúmlega 450 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni

21. desember 2022

Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar

1. desember 2022

Krónan opnar nýja verslun á Akureyri

30. nóvember 2022

Krónan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022

17. nóvember 2022

Stórglæsilegar breytingar í Mosfellsbæ

14. nóvember 2022

Innköllun á Grön Balance sólblómafræjum

24. október 2022

Krónan tilnefnd til Fjöreggsins

12. október 2022

Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022