21. nóvember 2022
Krónan opnar Þurrvörubar í Skeifunni
Krónan hefur opnað þurrvörubar í verslun sinni í Skeifunni. Þurrvörubarinn er ný viðbót inn í umbúðalausar lausnir Krónunnar þar sem markmiðið er að styðja enn betur við vistvænni neysluhætti viðskiptavina.
„Við byrjum með þurrvörubarinn í Skeifunni og erum spennt að sjá hvernig hann leggst í viðskiptavini okkar. Við sjáum í nágrannalöndum okkar að svona þjónustu hefur verið vel tekið, en Ísland á smá í land þar,“ segir Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðs- og umhverfismála Krónunnar.
Fleiri þurrvörubarir verða opnaðir í desember í Krónunni á Granda og í nýrri verslun á Akureyri. „Þetta er verkefni sem við viljum vinna áfram og þróa með okkar viðskiptavinum. Umbúðalausu lausnirnar skipta Krónuna máli því þær snerta á öllum þremur megin umhverfisþáttunum í rekstri okkar; draga úr matarsóun, spara orku og minnka umbúðanotkun,“ segir Daði.
Bæði er hægt að koma með eigin ílát en einnig grípa pappírspoka til að fylla á ef ílátið gleymist heima. Kúskús, rauðar linsu- og nýrnabaunir, kjúklingabaunir, svartar baunir, tvær tegundir hýðishrísgrjóna og tvær af pasta verða á barnum til að byrja með.
Krónan vinnur stöðugt að því að innleiða lausnir til að svara kalli viðskiptavina um umbúðalausan lífsstíl. Má þar nefna Hreppamjólk í Lindum sem fæst í endurnýtanlegum flöskum, sápubar Krónunnar á Granda þar sem fylla má á sápubrúsann, ásamt Krónukrönum í Vík og á Granda þar sem viðskiptavinir geta fyllt á vatnsflöskurnar sínar.
13. október 2025
Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í fimmta sinn, við athöfn sem haldin var föstudaginn 10. október sl.
9. október 2025
Krónan býður viðskiptavinum að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi við innkaup í verslunum sínum næstu daga. Krónan jafnar hvert framlag. Nú þegar hillir undir von um frið skiptir hver mínúta máli og því blæs UNICEF á Íslandi til sóknar í neyðarsöfnun sinni fyrir börn á Gaza.
6. október 2025
Þá er uppáhalds Bændamarkaðurinn okkar búinn í bili Fimm helgar, 26 verslanir og um 145 tonn seld af umbúðarlausu, íslensku grænmeti - beint frá bónda!
8. september 2025
Það var sannkölluð gleðisprengja þegar Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram við Perluna á sl. laugardag!🎉
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is