Þurrvörubarinn

21. nóvember 2022

Krónan opnar Þurrvörubar í Skeifunni

Krónan hefur opnað þurrvörubar í verslun sinni í Skeifunni. Þurrvörubarinn er ný viðbót inn í umbúðalausar lausnir Krónunnar þar sem markmiðið er að styðja enn betur við vistvænni neysluhætti viðskiptavina. 

„Við byrjum með þurrvörubarinn í Skeifunni og erum spennt að sjá hvernig hann leggst í viðskiptavini okkar. Við sjáum í nágrannalöndum okkar að svona þjónustu hefur verið vel tekið, en Ísland á smá í land þar,“ segir Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðs- og umhverfismála Krónunnar.

Fleiri þurrvörubarir verða opnaðir í desember í Krónunni á Granda og í nýrri verslun á Akureyri. „Þetta er verkefni sem við viljum vinna áfram og þróa með okkar viðskiptavinum. Umbúðalausu lausnirnar skipta Krónuna máli því þær snerta á öllum  þremur megin umhverfisþáttunum í rekstri okkar; draga úr matarsóun, spara orku og minnka umbúðanotkun,“ segir Daði. 

Bæði er hægt að koma með eigin ílát en einnig grípa pappírspoka til að fylla á ef ílátið gleymist heima. Kúskús, rauðar linsu- og nýrnabaunir, kjúklingabaunir, svartar baunir, tvær tegundir hýðishrísgrjóna og tvær af pasta verða á barnum til að byrja með. 

Krónan vinnur stöðugt að því að innleiða lausnir til að svara kalli viðskiptavina um umbúðalausan lífsstíl. Má þar nefna Hreppamjólk í Lindum sem fæst í endurnýtanlegum flöskum, sápubar Krónunnar á Granda þar sem fylla má á sápubrúsann, ásamt Krónukrönum í Vík og á Granda þar sem viðskiptavinir geta fyllt á vatnsflöskurnar sínar. 

Krúttlegasta Krónumótið haldið í fimmta sinn

11. september 2023

Krúttlegasta Krónumótið haldið í fimmta sinn

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina. Um 300 kátir krakkar á aldrinum þriggja til tólf ára spændu um brautirnar í Öskjuhlíðinni og stóðu sig ótrúlega vel!...

Matarbúrið hefst 2. september!

1. september 2023

Matarbúrið hefst 2. september!

Allt frá karamellupoppi til sítrónukáls yfir í viskísinnep og súkkulaðibombur. Í Matarbúrinu má finna einstakt hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem kemur beint frá býli, borg eða bæ. Á morgun, 2. september, hefst Matarbúrið í stærstu verslunum Krónunnar.

Bændamarkaður Krónunnar næstu helgar!

25. ágúst 2023

Bændamarkaður Krónunnar næstu helgar!

Bændamarkaðurinn, sem við höldum á haustin, er okkur afar mikilvægur en þar stillum við fram nýuppteknu íslensku grænmeti á háuppskerutíma í íslenskum landbúnaði.

Krónan fagnar fjölbreytileikanum með öllum litum regnbogans!

9. ágúst 2023

Krónan fagnar fjölbreytileikanum með öllum litum regnbogans!

Krónan er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga 2023

Glæsileg verslun Krónunnar á Granda opnar um miðjan september

8. ágúst 2023

Glæsileg verslun Krónunnar á Granda opnar um miðjan september

Til stendur að opna glæsilega verslun Krónunnar á Granda um miðjan september.

Taupokar eignast framhaldslíf

17. maí 2023

Taupokar eignast framhaldslíf

Við þökkum frábærar viðtökur á Taktu poka - skildu eftir poka verkefninu sem við frumsýndum á Hönnunarmars í maí 2023. Markmið verkefnisins var að vekja athygli á deilihagkerfinu okkar Taktu poka - skildu eftir poka.

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

27. apríl 2023

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

Krónan tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem verður haldinn sunnudaginn 30. apríl. Allir mega skipuleggja viðburði í sínu nær samfélagi og hvetja aðra til þess sama.

26. apríl 2023

Leiksýningin Aspas í Krónunni Granda

3. apríl 2023

Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk

1. apríl 2023

Fyrsta grænmetis páskaeggið

31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar 

29. mars 2023

Krónan færði hælisleitum páskaegg

22. mars 2023

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

8. febrúar 2023

Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

13. janúar 2023

Krónuvinir þeir ánægðustu - sjötta árið í röð

13. janúar 2023

Prime er komið aftur - UPPSELT!

21. desember 2022

Rúmlega 450 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni

21. desember 2022

Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar

1. desember 2022

Krónan opnar nýja verslun á Akureyri

Krónu karfan

© 2023

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Fax: 559 3001

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur