Krónan opnar Þurrvörubar í Skeifunni

21. nóvember 2022

Krónan opnar Þurrvörubar í Skeifunni

Krónan hefur opnað þurrvörubar í verslun sinni í Skeifunni. Þurrvörubarinn er ný viðbót inn í umbúðalausar lausnir Krónunnar þar sem markmiðið er að styðja enn betur við vistvænni neysluhætti viðskiptavina. 

„Við byrjum með þurrvörubarinn í Skeifunni og erum spennt að sjá hvernig hann leggst í viðskiptavini okkar. Við sjáum í nágrannalöndum okkar að svona þjónustu hefur verið vel tekið, en Ísland á smá í land þar,“ segir Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðs- og umhverfismála Krónunnar.

Fleiri þurrvörubarir verða opnaðir í desember í Krónunni á Granda og í nýrri verslun á Akureyri. „Þetta er verkefni sem við viljum vinna áfram og þróa með okkar viðskiptavinum. Umbúðalausu lausnirnar skipta Krónuna máli því þær snerta á öllum  þremur megin umhverfisþáttunum í rekstri okkar; draga úr matarsóun, spara orku og minnka umbúðanotkun,“ segir Daði. 

Bæði er hægt að koma með eigin ílát en einnig grípa pappírspoka til að fylla á ef ílátið gleymist heima. Kúskús, rauðar linsu- og nýrnabaunir, kjúklingabaunir, svartar baunir, tvær tegundir hýðishrísgrjóna og tvær af pasta verða á barnum til að byrja með. 

Krónan vinnur stöðugt að því að innleiða lausnir til að svara kalli viðskiptavina um umbúðalausan lífsstíl. Má þar nefna Hreppamjólk í Lindum sem fæst í endurnýtanlegum flöskum, sápubar Krónunnar á Granda þar sem fylla má á sápubrúsann, ásamt Krónukrönum í Vík og á Granda þar sem viðskiptavinir geta fyllt á vatnsflöskurnar sínar. 

Krónan opnar nýja verslun á Akureyri

1. desember 2022

Krónan opnar nýja verslun á Akureyri

Ný og glæsileg verslun okkar að Tryggvabraut 8 á Akureyri opnaði fimmtudaginn 1. desember. Verslunarrýmið er alls um 2.000 fermetrar að stærð og mun fjöldi vörutegunda í nýju versluninni hlaupa á þúsundum....

Krónan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022

30. nóvember 2022

Krónan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022

Krónan og Rio Tinto hljóta Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022. Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama.

Stórglæsilegar breytingar í Mosfellsbæ

17. nóvember 2022

Stórglæsilegar breytingar í Mosfellsbæ

Krónan uppfærir verslun sína í Mosfellsbæ með stórum breytingum

Innköllun á Grön Balance sólblómafræjum

14. nóvember 2022

Innköllun á Grön Balance sólblómafræjum

Krónan kallar inn Grön Balance sólblómafræ í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes vegna skordýra sem fundust í vörunni.

Krónan tilnefnd til Fjöreggsins

24. október 2022

Krónan tilnefnd til Fjöreggsins

Krónan var tilnefnd til Fjöreggsins fyrir eftirtektarverðan árangur í að draga úr matarsóun. Einnig fyrir markvissa stefnu í að stuðla að bættri lýðheilsu með auðveldara aðgengi að hollari kosti í verslunum Krónunnar.

Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022

12. október 2022

Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022

Í dag afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Krónunni viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun.

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina

12. september 2022

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina

Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram um helgina þar sem um 500 manns mættu til að styðja hjólakrútt að sýna takta sína.

24. ágúst 2022

Krónan frystir vöruverð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni

8. júlí 2022

Ný og glæsileg verslun í Skeifunni

28. apríl 2022

15 milljónir til Úkraínu

31. mars 2022

Ávexti og grænmeti á stykkjaverði

14. mars 2022

Skannað og skundað valin stafræna lausn ársins

24. janúar 2022

Takk – fimmta árið í röð

29. október 2021

7 milljónir í samfélagsstyrki

15. október 2021

Jafnvægisvogin

29. júní 2021

Krónan hlýtur Fjörusteininn

21. maí 2021

Umhverfisvænar kerrur

22. febrúar 2021

Matarbúrið i Flatahrauni

29. janúar 2021

Takk Krónu vinir