21. nóvember 2022
Krónan hefur opnað þurrvörubar í verslun sinni í Skeifunni. Þurrvörubarinn er ný viðbót inn í umbúðalausar lausnir Krónunnar þar sem markmiðið er að styðja enn betur við vistvænni neysluhætti viðskiptavina.
„Við byrjum með þurrvörubarinn í Skeifunni og erum spennt að sjá hvernig hann leggst í viðskiptavini okkar. Við sjáum í nágrannalöndum okkar að svona þjónustu hefur verið vel tekið, en Ísland á smá í land þar,“ segir Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðs- og umhverfismála Krónunnar.
Fleiri þurrvörubarir verða opnaðir í desember í Krónunni á Granda og í nýrri verslun á Akureyri. „Þetta er verkefni sem við viljum vinna áfram og þróa með okkar viðskiptavinum. Umbúðalausu lausnirnar skipta Krónuna máli því þær snerta á öllum þremur megin umhverfisþáttunum í rekstri okkar; draga úr matarsóun, spara orku og minnka umbúðanotkun,“ segir Daði.
Bæði er hægt að koma með eigin ílát en einnig grípa pappírspoka til að fylla á ef ílátið gleymist heima. Kúskús, rauðar linsu- og nýrnabaunir, kjúklingabaunir, svartar baunir, tvær tegundir hýðishrísgrjóna og tvær af pasta verða á barnum til að byrja með.
Krónan vinnur stöðugt að því að innleiða lausnir til að svara kalli viðskiptavina um umbúðalausan lífsstíl. Má þar nefna Hreppamjólk í Lindum sem fæst í endurnýtanlegum flöskum, sápubar Krónunnar á Granda þar sem fylla má á sápubrúsann, ásamt Krónukrönum í Vík og á Granda þar sem viðskiptavinir geta fyllt á vatnsflöskurnar sínar.
2. desember 2024
Samfélagsstyrkur Krónunnar var veittur á haustmánuðum.
28. nóvember 2024
Við höfum opnað glæsilega og endurbætta verslun okkar á Bíldshöfða.
25. nóvember 2024
Krónan hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 og er til fyrirmyndar í margvíslegu samstarfi sínu við hönnuði, þar sem rauði þráðurinn er aukin umhverfisvitund og sjálfbærni.
18. nóvember 2024
Dagana 16.-24. nóvember stendur Evrópska nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
1. nóvember 2024
Heillakarfan hlaut Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
23. október 2024
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.