
15. október 2021
Jafnvægisvogin
Hæ Krónuvinir
Eitt af þeim markmiðum sem við settum okkur á árinu var að jafna kynjahlutfall stjórnenda innan Krónunnar.
Í gær afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Krónunni viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun.
Viðurkenninguna hlutu þau félög sem höfðu náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnar. Við erum einstaklega þakklát og stolt fyrir viðurkenninguna enda eru jafnréttismál okkur hjartans mál.
Á hverju ári gerum við ráð fyrir fræðslu um jafnréttismál fyrir starfsfólk okkar. Krónan vinnur líka að því að veita starfsfólki sveigjanlegan vinnutíma til að auðvelda samþættingu fjölskyldulífs og vinnu.
Við leggjum áherslu á að öllum líði vel í okkar starfsumhverfi, enda vinnan mikilvægur hluti af lífi fólks. ❤


31. mars 2022
Nú seljum við ávexti og grænmeti á stykkjaverði! Þetta gerum við bæði til að auka gagnsæi til viðskiptavina okkar sem vita um leið hvað varan kostar – og til að einfalda innleiðingu á tæknilausnum.

14. mars 2022
Skannað og skundað var valin stafræna lausn ársins 2021 hjá Samtökum vefiðnaðarins (SVEF).

24. janúar 2022
Krónu vinir eru ánægðustu viðskiptavinirnir á matvælamarkaði 5. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.

29. október 2021
Við höfum nú úthlutað um sjö milljónum króna til 25 verkefna í formi samfélagsstyrkja til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar.