15. október 2021
Jafnvægisvogin

Hæ Krónuvinir
Eitt af þeim markmiðum sem við settum okkur á árinu var að jafna kynjahlutfall stjórnenda innan Krónunnar.
Í gær afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Krónunni viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun.
Viðurkenninguna hlutu þau félög sem höfðu náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnar. Við erum einstaklega þakklát og stolt fyrir viðurkenninguna enda eru jafnréttismál okkur hjartans mál.
Á hverju ári gerum við ráð fyrir fræðslu um jafnréttismál fyrir starfsfólk okkar. Krónan vinnur líka að því að veita starfsfólki sveigjanlegan vinnutíma til að auðvelda samþættingu fjölskyldulífs og vinnu.
Við leggjum áherslu á að öllum líði vel í okkar starfsumhverfi, enda vinnan mikilvægur hluti af lífi fólks. ❤
26. ágúst 2025
Um helgina opnuðum við nýja og glæsilega Krónuverslun á Fitjabraut 5.
26. ágúst 2025
Næstu helgar er hægt að finna fjölbreytt úrval af fersku, ópökkuðu, íslensku grænmeti á Bændamarkaði.
20. ágúst 2025
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ á laugardag.