Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála

1. apríl 2023

Fyrsta grænmetis páskaeggið

Krónan tilkynnti í dag nýjung á páskaeggjamarkaðinum sem viðskiptavinir verslunarinnar geta nú fest kaup á.

„Krónan elskar hollar og ferskar matvörur og því er það okkur sönn ánægja að kynna til sögunnar fyrsta grænmetis páskaeggið,“ segir Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Krónunni. „Þetta er nýjung sem okkur þótti mikilvægt að koma á markað til að bjóða börnum, sem og fullorðnum, hollari valmöguleika yfir páskahátíðina. Við teljum einnig að þetta gæti verið frábær möguleiki fyrir þá sem eiga erfitt með að borða grænmeti og gætu þurft auka hvatningu til að prufa sig áfram“ bætir Fanney við. Það er líka eitt best geymda leyndarmálið hvað brokkolí og súkkulaði fara vel saman og ég skora á fólk til að prufa.“

Krónan hefur fengið margar fyrirspurnir frá foreldrum í gegnum tíðina um aukið vöruúrval i þessum flokki. Í páskaegginu má finna ýmis góðgæti eins og brokkolí, paprikusneiðar, hnúðkálsbita og barnagulrætur. Notast er við ferskt, íslenskt gæða hráefni og er takmarkað magn í boði.