29. mars 2023
Krónan færði hælisleitum páskaegg
Krónan kom færandi hendi til hjálparsamtakana Get together og færði hælisleitendum páskaegg sem vakti mikla lukku.
Get together eru hjálparsamtök sem styðja við hælisleitendur og flóttafólk með búsetu í Hafnarfirði og nágrenni. Við samtökin starfa sjálfboðaliðar í samstarfi við Hafnarfjarðarkirkju og Hafnarborg Menningarmiðstöð. Get together veitir öllu flóttafólki og hælisleitendum stuðning, óháð trú eða þjóðerni.
Aðalmarkmið Get together er að sýna flóttafólki stuðning og vera staður þar sem fólk getur hist og spjallað. Leitast er við að rjúfa félagslega einangrun flóttafólks með því að skapa vettvang þar sem fólk getur hitt aðra í svipaðri stöðu og notið samvista í tryggu umhverfi. Með stuðningi og fræðslu er leitast við að styrkja og valdefla flóttafólk. Sjálfboðaliðar veita upplýsingar og aðstoð eftir því sem hver og einn getur og treystir sér til.