7. desember 2020
Krónan ❤ Umhverfið.
Nú hafa allar verslanir Krónunnar hlotið Svansvottun. Kröfur Svansins fyrir dagvöruverslanir ná yfir umhverfisþætti í rekstri verslana, svo sem matarsóun og flokkun úrgangs, orkunotkun, og framboð lífrænna og umhverfisvottaðra vara.
Í lok árs 2019 hlaut Krónan Svansvottun á verslunum sínum við Akrabraut og Rofabæ og voru það fyrstu verslanirnar á Íslandi sem hlotið hafa Svansvottun. Nú ári síðar er lokamarkmiðinu náð með vottun allrar keðjunnar.
„Eitt þeirra umhverfismarkmiða sem Krónan setti sér fyrir árið 2020 var að fá Svansvottun fyrir allar verslanir okkar. Þetta er því stórt skref sem varðar þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið leggur áherslu á og stendur fyrir. Svanvottun er ekki eitthvað sem þú færð bara einu sinni, heldur þarf að halda viðmiðum til að missa hana ekki. Við hjá Krónunni setjum okkur því áframhaldandi markmið á þessu sviði og fögnum þessum áfanga,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar
Svansvottun er opinbert og vel þekkt umhverfismerki á Norðurlöndunum sem er meðal annars með það markmið að lágmarka umhverfisleg áhrif á neyslu og framleiðslu vara.
Svansvottun Krónunnar þýðir að:
20% af öllum rekstrarvörum sem Krónan selur eru umhverfisvottaðar (vottaðar með Svaninum eða Evrópublóminu)
4% af matar- og drykkjarvöru eru lífrænt vottaðar
markviss áhersla er lögð á að sporna gegn matarsóun og flokkun er til fyrirmyndar
Virk orkustefna sem dregur úr orkunotkun
Krónan notar einungis umhverfisvottaðar ræsti- og hreinlætisvörur fyrir eigin þrif og rekstur
4. apríl 2025
Hið vinsæla og margverðlaunaða hárvörumerki Monday Haircare er nú loksins fáanlegt á Íslandi en Krónan er að hefja sölu á merkinu.
3. apríl 2025
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!