
31. mars 2022
Ávexti og grænmeti á stykkjaverði
Nú seljum við ávexti og grænmeti á stykkjaverði!
Af hverju?
Þetta gerum við bæði til að auka gagnsæi til viðskiptavina okkar sem vita um leið hvað varan kostar – og til að einfalda innleiðingu á tæknilausnum á borð við „Skannað og skundað“ þar sem viðskiptavinir okkar geta skannað vörurnar beint ofan í poka og greitt strax með símanum, án þess að bíða í röð eftir afgreiðslu á kassa. Þá er einfaldara fyrir viðskiptavini okkar sem sleppa nú við að vigta sjálfir hverja vöru fyrir sig áður en hún er sett í pokann.


14. mars 2022
Skannað og skundað var valin stafræna lausn ársins 2021 hjá Samtökum vefiðnaðarins (SVEF).

24. janúar 2022
Krónu vinir eru ánægðustu viðskiptavinirnir á matvælamarkaði 5. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.

29. október 2021
Við höfum nú úthlutað um sjö milljónum króna til 25 verkefna í formi samfélagsstyrkja til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar.

15. október 2021
Í gær afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Krónunni viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun.