31. mars 2022
Nú seljum við ávexti og grænmeti á stykkjaverði!
Þetta gerum við bæði til að auka gagnsæi til viðskiptavina okkar sem vita um leið hvað varan kostar – og til að einfalda innleiðingu á tæknilausnum á borð við „Skannað og skundað“ þar sem viðskiptavinir okkar geta skannað vörurnar beint ofan í poka og greitt strax með símanum, án þess að bíða í röð eftir afgreiðslu á kassa. Þá er einfaldara fyrir viðskiptavini okkar sem sleppa nú við að vigta sjálfir hverja vöru fyrir sig áður en hún er sett í pokann.
4. apríl 2025
Hið vinsæla og margverðlaunaða hárvörumerki Monday Haircare er nú loksins fáanlegt á Íslandi en Krónan er að hefja sölu á merkinu.
3. apríl 2025
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!