20. ágúst 2024
Yfir 1000 þátttakendur tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar, UMFÍ og Aftureldingar um helgina. Veðrið lék við þátttakendur og mátti sjá fjölskyldur og vinahópa fara brosandi drullug í gegnum hlaupið.
Gústi B og Sandra Barilli sáu um upphitum og að halda uppi stuðinu yfir daginn. Happy Hydrate gaf drykki eftir hlaup og Krónuhjólið var í sínum stað með ferska ávexti.
Við þökkum þátttakendum, samstarfsaðilum og öllum sjálfboðaliðum fyrir frábæran dag og erum strax farin að hlakka til þess næsta!
21. mars 2025
Í ár vildum við koma efni sjálfbærniskýrslu Krónunnar út til viðskiptavina með öðrum hætti en áður.
28. febrúar 2025
Við erum hoppandi kát með að hafa hlotið fjórar tilnefningar í þremur flokkum til Lúðursins, íslensku markaðsverðlaunanna!
12. febrúar 2025
Krónan hneppir hnossið í 9. skiptið og sjö af þeim hefur það verið Krónan á Granda.
10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.