1. desember 2023
Nýtt samstarf með Hrefnu Sætran
Í eldhúsinu með Hrefnu Sætran er mætt í verslanir Krónunnar um allt land!
Við segjum stolt frá samstarfi okkar með Hrefnu Sætran, en Hrefna var í fyrsta skipti að gefa út matreiðslubók fyrir börn á öllum aldri.
Hugmyndin að bókinni kviknaði þegar Hrefna var orðin leið á símhringinum frá börnunum sínum sem kvörtuðu yfir svengd og að það væri ekkert til að borða. Þegar Hrefna kom heim og sá fullan ísskáp af hráefnum áttaði hún sig á því að þörf væri á kunnáttu um mat og matreiðslu. Bókinni er ætlað að kveikja áhuga á mat og eldamennsku hjá krökkum og sýna þeim hvað það er auðvelt að töfra fram allskonar snilld í eldhúsinu.
Bókin er skiptist í kaflana á morgnana, í skólann, eftir skóla, á æfingu, á kvöldin og um helgar. Í bókinni má einnig finna fjölmarga punkta um næringu, hráefni og fleira sem tengist mat og matargerð. Öll hráefni í bókinni eru keypt í Krónunni.
Það er okkar von að bókin skapi góðar samverustundir og að upprennandi matgæðingar fái að njóta sín í eldhúsinu. Bókin fæst í öllum verslunum Krónunnar.


26. ágúst 2025
Um helgina opnuðum við nýja og glæsilega Krónuverslun á Fitjabraut 5.
26. ágúst 2025
Næstu helgar er hægt að finna fjölbreytt úrval af fersku, ópökkuðu, íslensku grænmeti á Bændamarkaði.
20. ágúst 2025
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ á laugardag.