Ódýrt - Þetta gula merki sparar þér krónurnar. Ef vara er merkt ódýr þýðir það að þetta sé ódýrasta varan í þessum vöruflokki og hún er á sambærilegu verði og í næstu lágvöruverðsverslun.
Íslenskt - Ef vara er merkt með íslenska fánanum þýðir það að upprunaland vörunnar er Ísland.
Lífrænt vottað - Lífræn ræktun eða lífrænn búskapur er sérstakt form landbúnaðar sem leggur sterkar áherslur á umhverfisvernd og dýravelferð.
Vegan - Allar vörur merktar með vegan merkinu eru án allra dýraafurða. Prófaðu að taka vegan skrefin.
Án glútens - Glúten er prótín í ákveðnum korntegundum eins og hveiti, byggi, rúgi og spelti. Glúten hentar ekki öllum og þetta merki einfaldar þér að finna þær vörur í verslun.
Án mjólkursykurs - Sumir eiga erfitt með að brjóta niður mjólkursykur (laktósa). Í laktósafríum mjólkurvörum er búið að kljúfa mjólkursykurinn.
Án viðbætts sykurs - Í vörum með þessa merkingu er enginn viðbættur sykur.
Svansvottað - Svansmerkið tryggir að vottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Allur lífsferill vöru eru skoðaður og helstu umhverfisþættir skilgreindir.
Evrópublómið - Evrópublómið er umhverfismerki sem hægt er að treysta og auðveldar það neytendum að velja vörur sem fara betur með umhverfið og heilsuna. Í vottunarferlinu er allur lífsferill vöru metinn.
Skráargatið - Vörur sem bera merkið eru hollari en aðrar vörur í sama flokki sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið.
Fairtrade - Á hilluverðmiðum má finna Fairtrade merki, eða Sanngirnisvottunar merki, sem staðfestir að vara sé unnin á siðferðislegan og sanngjarnan hátt. Markmiðið er að vekja áhuga almennings á sanngjörnum viðskiptum.
Ketóvænt - Ertu á ketó? Ketó mataræðið snýst um að velja sér vörur sem eru fitumiklar, prótein ríkar og lágar í kolvetni. Þetta merki hjálpar þér að finna þær.
Tannvænt - Tannmerkið á aðeins við um drykki sem innihalda ekki lægra en 5.5pH gildi sýrustigs og teljast því betri fyrir tennurnar. Mundu að bursta tennurnar.
Hnetulaust - Hjúkket, þetta er hnetulaust! Hnetur geta verið ofnæmisvaldur hjá sumum. Vörur með þetta merki eru hnetulausar.
Án eggja - Engin egg hér. Þetta merki hjálpar þér að finna vörur sem eru án eggja.