Úkraínusöfnun

28. apríl 2022

15 milljónir til Úkraínu

Krón­an og Krónuvinir söfnuðu 15 millj­ón­um króna í neyðarsöfn­un fyr­ir Úkran­íu í sam­starfi við UNICEF.

Viðskiptavinum Krón­unn­ar bauðst að bæta 500 krón­um við inn­kaup sín í versl­un­um og snjall­versl­un Krón­unn­ar og jafnaði Krón­an hvert fram­lag.

Fjár­magnið mun rann óskert til neyðaraðstoðar í Úkran­íu þar sem UNICEF vinn­ur að því veita íbú­um lands­ins aðstoð.

Al­ex­and­er Ko­lesnyk, versl­un­ar­stjóri Krón­unn­ar á Granda kem­ur frá Úkraínu og fóru viðtök­ur viðskipta­vina í söfn­uninni fram úr hans björt­ustu von­um.

„Ég vil þakka viðskipta­vin­um Krón­unn­ar fyr­ir þeirra mik­il­væga fram­lag til aðstoðar úkraínskra barna og fjöl­skyldna og hef­ur verið frá­bært að fylgj­ast með þeim sam­taka­mætti sem hef­ur mynd­ast þegar neyðin er mest. Það er einnig mik­il­vægt að vinna á vinnustað sem tek­ur virk­an þátt og bregst hratt við,“ seg­ir Al­ex­and­er.