
28. apríl 2022
15 milljónir til Úkraínu
Krónan og Krónuvinir söfnuðu 15 milljónum króna í neyðarsöfnun fyrir Úkraníu í samstarfi við UNICEF.
Viðskiptavinum Krónunnar bauðst að bæta 500 krónum við innkaup sín í verslunum og snjallverslun Krónunnar og jafnaði Krónan hvert framlag.
Fjármagnið mun rann óskert til neyðaraðstoðar í Úkraníu þar sem UNICEF vinnur að því veita íbúum landsins aðstoð.
Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda kemur frá Úkraínu og fóru viðtökur viðskiptavina í söfnuninni fram úr hans björtustu vonum.
„Ég vil þakka viðskiptavinum Krónunnar fyrir þeirra mikilvæga framlag til aðstoðar úkraínskra barna og fjölskyldna og hefur verið frábært að fylgjast með þeim samtakamætti sem hefur myndast þegar neyðin er mest. Það er einnig mikilvægt að vinna á vinnustað sem tekur virkan þátt og bregst hratt við,“ segir Alexander.


14. mars 2022
Skannað og skundað var valin stafræna lausn ársins 2021 hjá Samtökum vefiðnaðarins (SVEF).

24. janúar 2022
Krónu vinir eru ánægðustu viðskiptavinirnir á matvælamarkaði 5. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.

29. október 2021
Við höfum nú úthlutað um sjö milljónum króna til 25 verkefna í formi samfélagsstyrkja til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar.

15. október 2021
Í gær afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Krónunni viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun.