28. apríl 2022
Krónan og Krónuvinir söfnuðu 15 milljónum króna í neyðarsöfnun fyrir Úkraníu í samstarfi við UNICEF.
Viðskiptavinum Krónunnar bauðst að bæta 500 krónum við innkaup sín í verslunum og snjallverslun Krónunnar og jafnaði Krónan hvert framlag.
Fjármagnið mun rann óskert til neyðaraðstoðar í Úkraníu þar sem UNICEF vinnur að því veita íbúum landsins aðstoð.
Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda kemur frá Úkraínu og fóru viðtökur viðskiptavina í söfnuninni fram úr hans björtustu vonum.
„Ég vil þakka viðskiptavinum Krónunnar fyrir þeirra mikilvæga framlag til aðstoðar úkraínskra barna og fjölskyldna og hefur verið frábært að fylgjast með þeim samtakamætti sem hefur myndast þegar neyðin er mest. Það er einnig mikilvægt að vinna á vinnustað sem tekur virkan þátt og bregst hratt við,“ segir Alexander.
4. apríl 2025
Hið vinsæla og margverðlaunaða hárvörumerki Monday Haircare er nú loksins fáanlegt á Íslandi en Krónan er að hefja sölu á merkinu.
3. apríl 2025
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!