30. desember 2024
Söfnun fyrir Jólastyrk Krónunnar hófst í byrjun desember, en í gegnum hann bættu viðskiptavinir við hjarta í körfuna sína og styrktu þannig gott málefni. Var þetta í sjötta sinn sem framtakið fer fram.
Við erum gífurlega þakklát okkar viðskiptavinum og þeirra jákvæðu viðbrögðum við söfnun Jólastyrks Krónunnar í ár. Við þær 5 milljónir sem viðskiptavinir söfnuðu lagði Krónan sömu upphæð á móti. Því söfnuðum við saman 10 milljónum króna sem runnu beint til hjálparsamtaka sem styðja þau sem þurfa á að halda fyrir hátíðarnar.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!
21. mars 2025
Í ár vildum við koma efni sjálfbærniskýrslu Krónunnar út til viðskiptavina með öðrum hætti en áður.
28. febrúar 2025
Við erum hoppandi kát með að hafa hlotið fjórar tilnefningar í þremur flokkum til Lúðursins, íslensku markaðsverðlaunanna!