
30. desember 2024
10 milljónir söfnuðust í Jólastyrk Krónunnar
Söfnun fyrir Jólastyrk Krónunnar hófst í byrjun desember, en í gegnum hann bættu viðskiptavinir við hjarta í körfuna sína og styrktu þannig gott málefni. Var þetta í sjötta sinn sem framtakið fer fram.
Við erum gífurlega þakklát okkar viðskiptavinum og þeirra jákvæðu viðbrögðum við söfnun Jólastyrks Krónunnar í ár. Við þær 5 milljónir sem viðskiptavinir söfnuðu lagði Krónan sömu upphæð á móti. Því söfnuðum við saman 10 milljónum króna sem runnu beint til hjálparsamtaka sem styðja þau sem þurfa á að halda fyrir hátíðarnar.
20. maí 2025
Vel heppnað Krónuhjólamót 18. maí sl. í samstarfi við HFA og Akureyrardætur
16. maí 2025
Ítalía er matarkista Evrópu og því vel við hæfi að bjóða Krónuvinum í ítalska veislu í Krónunni í maí.
13. maí 2025
Hjólamót fyrir hressa krakka á aldrinum 2-12 ára
22. apríl 2025
Við erum að fara í endurbætur á Krónunni Vallakór og verður versluninni lokað á meðan, frá og með fimmtudegi 24. apríl.