Nýir stjórnendur hjá Krónunni

25. febrúar 2021

Nýir stjórnendur hjá Krónunni

Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Krónunni sem fela það meðal í sér að innkaup og vörustýring hafa verið sameinuð, þjónustusviði bætt við rekstrarsvið, umhverfismálum við markaðssvið og nýtt svið viðskiptaþróunar og umbótaverkefna stofnað.

„Markmið þessara breytinga er að styrkja samkeppnisstöðu Krónunnar á matvörumarkaði með því að skerpa á innra skipulagi, auka samvinnu þvert á fyrirtækið og tryggja að Krónan uppfylli í enn ríkara mæli fyrirheit um að einfalda líf viðskiptavina sinna, þekkja þeirra væntingar og svara þeirra þörfum hvað varðar þjónustustig, vöruúrval, gæði og verðlag,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar.

Guðrún Aðalsteinsdóttir mun stýra innkaupum og vörustýringu, Sigurður Gunnar Markússon mun stýra viðskiptaþróun og umbótaverkefnum, Ólafur Rúnar Þórhallsson mun stýra rekstri og þjónustu og Erla María Sigurðardóttir verður mannauðsstjóri. Þá mun Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir áfram gegna hlutverki markaðsstjóra en nú sem forstöðumaður markaðs- og umhverfismála en með því er verið að skerpa enn frekar á umhverfisáherslum Krónunnar.

„Við óskum þeim öllum til hamingju með ný hlutverk, bjóðum þau hjartanlega velkomin og hlökkum til framhaldsins,“ segir Ásta Sigríður.

Guðrún Aðalsteinsdóttir – forstöðumaður innkaupa og vörustýringar

Guðrún Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sameinaðs sviðs innkaupa og vörustýringar, „en með sameiningu þessa tveggja lykilsviða næst enn betri samþætting í gegnum alla virðiskeðjuna frá upphafi til enda“ er haft eftir Ástu Sigríði.

Guðrún er rekstrarverkfræðingur og hefur hún starfað sem forstöðumaður hjá Icelandair á rekstrarsviði undanfarin ár, þar sem hún var meðal annars ábyrg fyrir sölu og þjónustu í flugvélum félagsins, vöruþróun, innkaupum, birgðastýringu og framleiðslu því tengdu. Hún hefur enn fremur alþjóðlega reynslu frá Nýja Sjálandi og Danmörku, og starfaði m.a. hjá lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk.

„Það er mikill fengur fyrir Krónuna að fá Guðrúnu til liðs, en hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu um nokkra mánaða skeið og kynnst starfseminni náið. Guðrún kemur með ferska sýn inn í kraftmikið fyrirtæki og reynslu sem mun nýtast okkur vel. Við hlökkum mikið til samstarfsins,“ segir Ásta Sigríður.

Sigurður Gunnar Markússon – forstöðumaður viðskiptaþróunar og umbótaverkefna

Sigurður Gunnar Markússon, einn reyndasti stjórnandi Krónunnar, tekur við sem forstöðumaður viðskiptaþróunar og umbótaverkefna, en um er að ræða nýtt svið innan Krónunnar.

Sigurður Gunnar starfaði áður sem framkvæmdastjóri innkaupasviðs og hefur áratugareynslu af íslenskum matvörumarkaði. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu Krónunnar og mótun nýrra verslana.

„Sigurður Gunnar mun gegna veigamiklu hlutverki í áframhaldandi þróun og uppbyggingu Krónunnar um leið og hans teymi heldur utan um umbótaverkefni og eftirfylgni þeirra þvert á fyrirtækið. Það er fagnaðarefni að fá jafn reynslumikinn mann inn í þetta lykilhlutverk hjá okkur,“ segir Ásta Sigríður.

Ólafur Rúnar Þórhallsson – forstöðumaður rekstrar og þjónustu

Ólafur Rúnar Þórhallsson, sem jafnframt er reynslumikill stjórnandi innan Krónunnar, tekur við sem forstöðumaður rekstrar og þjónustu, en hann hefur gegnt starfi rekstrarstjóra undanfarin tvö ár.

Ólafur Rúnar hefur starfað hjá Krónunni í 22 ár og hefur mikla reynslu af fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins. Ólafur Rúnar er með próf frá Iðnskólanum í Reykjavík, verslunarstjórapróf frá Háskólanum á Bifröst ásamt því að hafa tekið vörustjórnunarnámskeið við Háskólann í Reykjavík.

„Það er mikið fagnaðarefni að fylgjast með efnilegu fólki hjá Krónunni vaxa í starfi og er Ólafur Rúnar gott dæmi um slíkt. Hann hefur gríðarlega reynslu og djúpan skilning á rekstrinum og leggur samhliða höfuðáherslu á úrvals þjónustu við okkar viðskiptavini. Hlökkum til að sjá hann takast á við þetta nýja og spennandi svið,“ segir Ásta Sigríður.

Erla María Sigurðardóttir – mannauðsstjóri

Erla María Sigurðardóttir tekur við sem mannauðsstjóri Krónunnar. Erla María Sigurðardóttir er viðskiptafræðingur og er að ljúka meistaranámi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Erla María þekkir vel til okkar starfa og starfsfólks en hún hefur unnið á mannauðssviði móðurfélags Krónunnar, Festi í um sex ár. Það er dýrmætt að fá í hóp stjórnenda Krónunnar sterka liðsmenn sem þekkja vel til okkar starfa og eru tilbúnir að taka næstu skref í vegferðinni með okkur. Hlökkum til samstarfsins,“ segir Ásta Sigríður.

Krúttlegasta Krónumótið haldið í fimmta sinn

11. september 2023

Krúttlegasta Krónumótið haldið í fimmta sinn

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina. Um 300 kátir krakkar á aldrinum þriggja til tólf ára spændu um brautirnar í Öskjuhlíðinni og stóðu sig ótrúlega vel!...

Matarbúrið hefst 2. september!

1. september 2023

Matarbúrið hefst 2. september!

Allt frá karamellupoppi til sítrónukáls yfir í viskísinnep og súkkulaðibombur. Í Matarbúrinu má finna einstakt hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem kemur beint frá býli, borg eða bæ. Á morgun, 2. september, hefst Matarbúrið í stærstu verslunum Krónunnar.

Bændamarkaður Krónunnar næstu helgar!

25. ágúst 2023

Bændamarkaður Krónunnar næstu helgar!

Bændamarkaðurinn, sem við höldum á haustin, er okkur afar mikilvægur en þar stillum við fram nýuppteknu íslensku grænmeti á háuppskerutíma í íslenskum landbúnaði.

Krónan fagnar fjölbreytileikanum með öllum litum regnbogans!

9. ágúst 2023

Krónan fagnar fjölbreytileikanum með öllum litum regnbogans!

Krónan er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga 2023

Glæsileg verslun Krónunnar á Granda opnar um miðjan september

8. ágúst 2023

Glæsileg verslun Krónunnar á Granda opnar um miðjan september

Til stendur að opna glæsilega verslun Krónunnar á Granda um miðjan september.

Taupokar eignast framhaldslíf

17. maí 2023

Taupokar eignast framhaldslíf

Við þökkum frábærar viðtökur á Taktu poka - skildu eftir poka verkefninu sem við frumsýndum á Hönnunarmars í maí 2023. Markmið verkefnisins var að vekja athygli á deilihagkerfinu okkar Taktu poka - skildu eftir poka.

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

27. apríl 2023

Plokkum saman sunnudaginn 30. apríl

Krónan tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem verður haldinn sunnudaginn 30. apríl. Allir mega skipuleggja viðburði í sínu nær samfélagi og hvetja aðra til þess sama.

26. apríl 2023

Leiksýningin Aspas í Krónunni Granda

3. apríl 2023

Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk

1. apríl 2023

Fyrsta grænmetis páskaeggið

31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar 

29. mars 2023

Krónan færði hælisleitum páskaegg

22. mars 2023

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

8. febrúar 2023

Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

13. janúar 2023

Krónuvinir þeir ánægðustu - sjötta árið í röð

13. janúar 2023

Prime er komið aftur - UPPSELT!

21. desember 2022

Rúmlega 450 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni

21. desember 2022

Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar

1. desember 2022

Krónan opnar nýja verslun á Akureyri

21. nóvember 2022

Krónan opnar Þurrvörubar í Skeifunni

Krónu karfan

© 2023

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Fax: 559 3001

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur