
2. júní 2025
Við höfum opnað fyrir Samfélagsstyrki Krónunnar!
Við höfum opnað fyrir Samfélagsstyrki Krónunnar!
Á hverju ári úthlutum við verkefnum í nærumhverfi Krónunnar samfélagsstyrki. Styrknum er ætlað að stuðla að jákvæðri uppbyggingu í samfélaginu, ýta undir umhverfisvitund eða aukna lýðheilsu með áherslu yngri kynslóðir.
Í tilefni af því fengum við að kíkja í heimsókn á leikskólann Rauðhól, en fyrir tveimur árum afhentum við þeim bambahús, íslensk gróðurhús smíðuð úr bömbum, eftir að þau hlutu úthlutun úr styrknum. Þetta var því annað uppskeruárið þeirra í ræktun og fræðslu og mátti sjá áhugann skína úr augum barnanna.
Umsóknarfrestur til 30. september. Sæktu um hér.








3. júní 2025
Verslun okkar í Vallakór í Kópavogi hefur opnað á nýjan leik! Frábær opnunartilboð dagana 5.-9. júní.
30. maí 2025
Viðurkenningin er veitt í annað sinn og hlaut Krónan þennan flotta titil einnig í fyrra.
20. maí 2025
Vel heppnað Krónuhjólamót 18. maí sl. í samstarfi við HFA og Akureyrardætur