
17. maí 2023
Taupokar eignast framhaldslíf
Við þökkum frábærar viðtökur á Taktu poka - skildu eftir poka verkefninu sem við frumsýndum á Hönnunarmars í maí 2023. Þó hönnunarmars sé liðinn munum pokastöðvarnar okkar lifa áfram.
Markmið verkefnisins var að vekja athygli á og virkja deilihagkerfið. Við höfum svo sannarlega orðið vör við aukningu af pokum á pokastöðinni og því má segja að markmiði hafi verið náð.
Framhald í næsta poka er samstarfsverkefni Krónunnar og Hönnunarmars þar sem taupokar viðskiptavina okkar eignast nýtt og spennandi framhaldslíf. Stúdíó Flétta tók við gömlum taupokum og hannaði nýja, vandaða og eftirtektarverða taupoka úr þeim.
Lesa nánar um Framhald í næsta poka


26. apríl 2023
Aðgangur á sýninguna er ókeypis en takmarkaður fjöldi áhorfenda kemst að hverju sinni og verkið verður aðeins sýnt 10 sinnum.

3. apríl 2023
Krónan er stolt að kynna nýjan svaladrykk sem á uppruna sinn í skólaverkefni nemenda við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Drykkurinn LímonÆði fór í sölu í verslun Krónunnar að Akrabraut í Garðabæ þann 27. mars síðastliðinn.

1. apríl 2023
Krónan tilkynnti í dag nýjung á páskaeggjamarkaðinum sem viðskiptavinir verslunarinnar geta nú fest kaup á.

31. mars 2023
Krónan hefur átt farsælt samstarf við Breiðablik síðustu ár og verður engin breyting á því.