17. maí 2023
Við þökkum frábærar viðtökur á Taktu poka - skildu eftir poka verkefninu sem við frumsýndum á Hönnunarmars í maí 2023. Þó hönnunarmars sé liðinn munum pokastöðvarnar okkar lifa áfram.
Markmið verkefnisins var að vekja athygli á og virkja deilihagkerfið. Við höfum svo sannarlega orðið vör við aukningu af pokum á pokastöðinni og því má segja að markmiði hafi verið náð.
Framhald í næsta poka er samstarfsverkefni Krónunnar og Hönnunarmars þar sem taupokar viðskiptavina okkar eignast nýtt og spennandi framhaldslíf. Stúdíó Flétta tók við gömlum taupokum og hannaði nýja, vandaða og eftirtektarverða taupoka úr þeim.
Lesa nánar um Framhald í næsta poka
8. janúar 2025
Hollusta og sjálfbærni eiga við um Krónuna allt árið. Við viljum auðvelda Krónuvinum okkar að byrja árið rétt, með réttu vöruúrvali á góðu verði.
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.
30. desember 2024
500 fjölskyldur hlutu matarúthlutun úr Jólastyrk Krónunnar.
23. desember 2024
Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og hlökkum til að taka á móti ykkur í Krónunni á nýju ári.