
17. maí 2023
Taupokar eignast framhaldslíf
Við þökkum frábærar viðtökur á Taktu poka - skildu eftir poka verkefninu sem við frumsýndum á Hönnunarmars í maí 2023. Þó hönnunarmars sé liðinn munum pokastöðvarnar okkar lifa áfram.
Markmið verkefnisins var að vekja athygli á og virkja deilihagkerfið. Við höfum svo sannarlega orðið vör við aukningu af pokum á pokastöðinni og því má segja að markmiði hafi verið náð.
Framhald í næsta poka er samstarfsverkefni Krónunnar og Hönnunarmars þar sem taupokar viðskiptavina okkar eignast nýtt og spennandi framhaldslíf. Stúdíó Flétta tók við gömlum taupokum og hannaði nýja, vandaða og eftirtektarverða taupoka úr þeim.
Lesa nánar um Framhald í næsta poka




19. júní 2025
Bergið Headspace miðar að því að veita ungmennum á aldrinum 12 til 25 ára fría ráðgjöf og aðstoð til að bæta líðan og auka virkni þeirra í samfélaginu.
19. júní 2025
Krónan gefur í á Vesturlandi.
19. júní 2025
Heimsendingarþjónusta Krónunnar hefur nú útvíkkað um Austurland.