Við bjóðum upp á mikið úrval af lífrænum vörum frá Grøn Balance. Umhverfisvænar snyrti- og hreinlætisvörur, ofnæmisprófaðar og án míkróplasts. Fjölbreytt úrval af matvælum, drykkjar- og heimilisvörum.
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem gerir strangar kröfur um efnainnihald og tryggir neytendum aðgang að öruggum vörum sem hafa sem minnst áhrif á umhverfið og heilsuna. Snyrti- og hreinlætisvörurnar frá Grøn Balance eru allar unnar í samvinnu við astma- og ofnæmissamtökin í Danmörku.
Öll matvæli frá Grøn balance eru vottuð með kennimerki ESB fyrir lífræna framleiðslu eða með danska Ø-merkinu.