Grøn Balance
Við bjóðum upp á mikið úrval af lífrænum vörum frá Grøn Balance. Umhverfisvænar snyrti- og hreinlætisvörur, ofnæmisprófaðar og án míkróplasts. Fjölbreytt úrval af matvælum, drykkjar- og heimilisvörum.
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem gerir strangar kröfur um efnainnihald og tryggir neytendum aðgang að öruggum vörum sem hafa sem minnst áhrif á umhverfið og heilsuna. Snyrti- og hreinlætisvörurnar frá Grøn Balance eru allar unnar í samvinnu við astma- og ofnæmissamtökin í Danmörku.
Öll matvæli frá Grøn balance eru vottuð með kennimerki ESB fyrir lífræna framleiðslu eða með danska Ø-merkinu.
Heimilið
Heimilisvörulína Grøn Balance samanstendur af þvotta- og hreinsivörum sem eru áhrifaríkar þrátt fyrir umhverfisvæn innihaldsefni. Vörurnar innihalda engin óæskileg efni, eru alltaf Svansvottaðar og er mælt með af Astma- og ofnæmisfélagi Norðurlanda.
Í úrvalinu má finna meðal annars fljótandi þvottaefni, þvottaduft, uppþvottatöflur, uppþvottalög, alhliða hreinsiefni, salernishreinsa og hreinsisprey.
Heimilisvörulína Grøn Balance er því einfalt og öruggt val.
Fyrir börnin
Grøn Balance barnavörulínan er 100% ilmefnalaus og án annarra skaðlegra efna. Vörurnar bera alltaf vottaða umhverfismerkið Svaninn og er mælt með af Astma- og ofnæmissamtökum Norðurlanda.
Línan inniheldur allt sem þú þarft fyrir fyrstu árin, meðal annars baðolíu, sturtusápu, blautþurrkur, bleyjur og fleira.
Margar vörurnar eru í endurvinnanlegum umbúðum og enn fleiri eru á leiðinni – þetta er okkar framlag til ábyrgari neyslu.
© 2026 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
