Fallback alt

Spennandi kræsingar, góðgæti og gúrmeti frá íslenskum smáframleiðendum

Matarbúrið er samstarfsverkefni Krónunnar og Samtaka smáframleiðenda matvæla. Samstarfið byrjaði árið 2020 með það að markmiði að að auka aðgengi að spennandi íslenskum matvörum og að hjálpa íslenskum smáframleiðendum að taka sín fyrstu skref inn á matvörumarkaðinn.

Margir smáframleiðendur, sem fengu sitt fyrsta hillupláss í Matarbúri Krónunnar, eru nú með vörur sínar í almennri sölu þar sem vörum þeirra var einstaklega vel tekið á prufutímabilinu.

Þann 2. september mun Matarbúrið poppa upp í stærstu verslunum okkar - á Akureyri, í Flatahrauni, Lindum, Mosfellsbæ, Selfossi og Skeifunni. Íslensk framleiðsla verður því í hávegum höfð í Krónunni í september, þar sem Matarbúrið verður í samfloti með Bændamarkaðinn. Matarbúrið stendur yfir í þrjár vikur og verða vörukynningar í völdum verslunum um helgar, svo sem Lindum og Akureyri.

Lestu meira um Samtök smáframleiðenda matvæla hér.

Lerkisveppir
Útúrkú
Fallback alt

Þátttakendur Matarbúrsins eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir og koma vörur þeirra ýmist beint frá býli, borg eða bæ. Öll eiga þau hinsvegar sameiginlegt að vera félagsmenn í Samtökum smáframleiðenda matvæla, matarfrumkvöðlar og stuðla að fæðuöryggi, sjálfbærni og staðbundinni framleiðslu.að vera matarfrumkvöðlar og stuðla að fæðuöryggi, sjálfbærni og staðbundinni framleiðslu.

Áskaffi góðgæti

Áskaffi góðgæti er smáframleiðandi matvöru, staðsett í Héðinsminni í Skagafirði og hefur verið starfandi í yfir 20 ár. Áskaffi góðgæti leggur áherslu á að halda í hefðirnar og framleiða m.a. kökur og brauð að hætti ömmu og mömmu í þeim tilgangi að gefa gestum tækifæri til að bragða á, njóta veitinga og upplifa stemningu liðins tíma. Í Matarbúrinu getur þú nálgast gamaldags hnoðaða Brúntertu og Randalínu frá Áskaffi góðgæti.

Sjá nánar um Áskaffi hér

Álfagrýtan

Álfagrýtan sérhæfir sig í tilbúnum mat og réttum. Fyrirtækið var stofnað í júní 2021 af Darlene Smith og Sherill Libres en markmið þeirra er til að kynna góðan asískan mat fyrir Íslendingum. Fyrstu vörur Álfagrýtunnar voru vorrúllur fylltar með íslensku grísahakki og grænmeti, en í ár fáum við að sjá nýjungar eins kjúklingavængi og kjúklingalæri. Einn biti af þessum vorrúllum og þú sannfærist.

Sjá nánar um Álfagrýtuna hér

Ocean Umami Salt

Sjá nánar um Ocean Umami Salt hér

ÁsaG Súkkulaði

Hvað er huggulegra í skammdeginu en að fá sér heitt súkkulaði? Þú setur bombuna í bolla og hellir yfir kaffi eða heitri mjólk og ert kominn með unaðslegan bolla af heitu súkkulaði. ÁsaG súkkulaði er með 11 mismunandi bragðtegundir. Í fyrra voru þrjár tegundir í Matarbúri Krónunnar 2022; Klassíska, Rjómasúkkulaði og SwissMocha. Þetta árið bæta þau við tveimur tegundum; Baileys og Kinder sem eflaust á eftir að falla vel í kramið hjá viðskiptavinum.

Sjá nánar um ÁsaG Súkkulaði hér

Ástrík poppkorn

Óstöðvandi áhugi á mat og tilraunaeldamennsku varð þess að fyrirtækið Ástrík poppkorn varð til. Frá upphafi hefur uppskriftinni verið haldið eins með sömu góðu hráefnunum sem þau byrjuðu að vinna með. Ástrík notast við íslenskt sjávarsalt, jurtir og smjör í karamelluna og engin aukaefni. Framleiðslan krefst mikillar nákvæmni og vandvirkni en það telja framleiðendur einmitt vera lykilinn að velgengni sinni. Í Matarbúrinu verður hægt að næla sér í klassíska karamellupoppið með sjávarsalti, vegan kókospopp og lakkríspopp.

Sjá nánar um Ástrík poppkorn hér

Biobú

Biobú er 20 ára lífrænt framleiðslufyrirtæki og brennur fyrir að framleiða hreinar vörur sem eru besti valkostur fyrir fólk og umhverfið. Biobú selur lífrænar mjólkurvörur, jógúrt, gríska jógúrt og nýverið lífrænt kjöt. Kjötið kemur af gripum frá Neðra-Hálsi í Kjós og Eyði Sandvík í Árborg, kúabú sem eru bæði lífrænt vottuð. Gripunum er slátrað í Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey Borgarnesi sem er eina lífrænt vottaða sláturhús landsins. Kjötúrvalið samanstendur af hakki, hakkbollum og gúllasi. Kýrnar eru nær eingöngu grasfróðraðar og engin tilbúinn áburður notaður á túnin. 

Sjá nánar um Biobú hér 

Breiðargerði

Breiðargerði er lífræn garðyrkjustöð staðsett framarlega í Skagafirði, nánar tiltekið í fyrrum Lýtingsstaðahreppi. Þar er framleitt margs konar grænmeti með lífræna vottun, aðallega í útiræktun en einnig í óupphituðum gróðurhúsum. Undir merkjum Breiðargerðis eru einnig framleiddar fjölbreyttar sælkeravörur, þar sem fyrst og fremst er verið að vinna með hráefni sem falla til við ræktunina og hefðu annars farið til spillis. Þar má nefna útlitsgallað grænmeti og afskurð, en einnig vannýttar auðlindir á borð við vallhumal og krækiber. Lögð er áhersla á gæði, samvinnu við náttúruna og góða nýtingu hráefnis.

Sjá nánar um Breiðargerði hér  

Brúnastaðir

Á Brúnastöðum búum við hjónin Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Helgi Ríkharðsson ásamt börnunum sínum fjórum. Auk ferðaþjónustu stunda þau sauðfjárrækt og búa með um 750 fjár. Einnig eru þau með um 70 geitur til mjólkurframleiðslu. Haustið 2020 tóku þau í gagnið vottaða vinnslu á bænum þar sem þau gera handverksosta úr geita- og sauðamjólk auk þess að vinna úr öðrum afurðum býlisins. Haustið 2021 opnuðu þau litla sveitabúð á býlinu þar sem þau selja þessar afurðir, egg, osta og margvíslegar kjötvörur.

Sjá nánar um Brúnastaði hér 

Ketó Kompaníið

Ketó Kompaníið sérhæfir sig í framleiðslu á bragðgóðum lágkolvetnavörum. Vörurnar eru hveiti- og glútenlausar og innihalda engan viðbættan sykur. Þær henta því vel fyrir þá sem vilja minnka við sig í sykri og kolvetnum.

Sjá nánar um Ketó Kompaníið hér 

Fine Foods Íslandica

Fine Foods Íslandica er þangeldis- og matvælaframleiðslufyrirtæki sem ræktar á staðbundið þang sjálfbæran hátt og býr til ljúffengt, auðnotað sjávarfang og þanghráefni. Með því að fá hráefni frá litlum matvælaframleiðendum á Íslandi færa þau til viðskiptavina sinna lágmarksunnið, hágæða bragðefni og næringarefni úr íslenskum staðbundnum afurðum. Þau nota enga pálmaolíu, MSG eða aukaefni.

Sjá nánar um Fine Foods hér 

Geislar Gautavík

Á bænum Gautavík í Berufirði er stunduð inni- og útiræktun á iðnaðarhampi ásamt fjölbreyttri annarri starfsemi. Úr hampinum framleiða ábúendur hampte (útiræktun), heil hampblóm (inniræktun) og fleiri hampvörur, en á bænum er vottuð aðstaða til þurrkunar og pökkunar á jurtum. Í Matarbúrinu er bæði Finola hampte sem hefur fengist í Krónunni frá því í september 2021, en einnig Ferimon hampte sem er í takmörkuðu upplagi og er nýtt á markaði. Ferimon er annað yrki en Finola, en inniheldur svipað magn af kannabínóðum, þ.m.t. CBD (3-5%) og bragðið er svipað. Hampte er sambærilegt öðru jurtatei, eini munurinn er að gott er að setja u.þ.b. 1 tsk af bragðlítilli olíu út í vatnið á meðan tejurtirnar liggja í því, því fitublandaða heita vatnið nær betur að losa virku efnin (kannabínóðana) af telaufunum. Teið er bragðmilt en má bragðbæta eftir smekk og gera úr því íste með því að bæta út í það klökum og djúsþykkni.

Sjá nánar um Geislar Gautavík hér  

GeoSilica Iceland

GeoSilica® framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi til daglegrar inntöku. Kísill er eitt algengasta steinefni heims. Með aldrinum minnkar magn kísils í líkamanum og þar sem að dregið hefur úr næringargildum nútíma mataræðis getur reynst erfitt að fá nægileg kísilsteinefni úr fæðunni einni og sér. Kísill er talinn stuðla að styrkingu beina, bandvefs, hárs, húðar og nagla ásamt því að vera talinn fyrirbyggjandi gegn beinþynningu. Kísill á einnig þátt í náttúrulegri framleiðslu kollagens í líkamanum.

 Sjá nánar um Geosilica hér

Goðaborg

Goðaborg er í eigu Elís Péturs Elíssonar og Helgu Rakelar Arnardóttur. Fyrirtækið er staðsett á Breiðdalsvík og er óhætt að segja að starfsemi þess sé ein helsta vítamínsprautan í byggðarlaginu þar sem fyrtækið er nú stærsti vinnustaðurinn í þorpinu. Harðfiskverkun er nýjasta afsprengi fyrirtækisins og er hann unninn úr ferskum fiski sem veiddur er á bátum fyritækisin.  Mikil metnaður er lagður í að trygga að einungis sé notað fyrsta flokks hráefni til að tryggja hámarks gæði.

Sjá nánar um Goðaborg hér

Háafell Geitfjársetur

Á Háafelli í Hvítársíðu hafa verið ræktaðar geitur síðan 1989. Hjónin Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og Þorbjörn Oddsson bjuggu fyrst með blandað bú til ársins 2005 þegar geitur voru orðnar meginbústofn bæjarins. Áhersla hefur verið lögð á þróun og markaðssetningu geitfjárafurða og nýtingu alls hráefnis. Hollusta og gæði geitfjárafurða er mikil og áhugi almennings aukist mikið. Árið 2012 var Geitfjársetur opnað en tekið er á móti gestum sem vilja komast í návígi við geitur, læra um þær og kynnast afurðum þeirra.

Sjá nánar um Háafell hér 

Helvítis

Helvítis elpdpiparsulturnar eru allar sjúklega bragðgóðar og bara sumar eru svo heitar að þú byrjar að svitna strax. Einstakar bragðsamsetningar gera þær ómissandi á borðið þegar gera á vel við sig. Elpiparsulturnar eru unnar á gamla góða mátann, við notum eingöngu íslenskan eldpipar frá garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási og það eru engin rotvarnar- eða litarefni í þeim þannig að þær eru náttúrlega fallegar á litinn. Við notum engar helvítis dýraafurðir í sulturnar okkar og þótt það breyti litlu fyrir okkur, þá eru þær 100% vegan.

Sjá nánar um Helvítis ehf hér  

Holt og heiðar

Holt og heiðar sækir efnivið í framleiðslu sína í náttúru Íslands. Hráefnið er einkum sótt í skógana og nágrenni þeirra. Þau safna rabarbara, birkisafa og laufum, sveppum, rifsberjum og hrútaberjum, grenisprotum og fleiru sem við nýtum í framleiðsluna. Allar vörur fyrirtækisins eru án viðbættra hleypiefna, litarefna og rotvarnarefna. Megináhersla er lögð á að hráefnið sé íslenskt en svo nota þau lífrænt vottaðan hrásykur frá Kaja-organic á Akranesi í sultur og síróp.

Sjá nánar um um Holt og heiðar hér 

Huldubúð

Huldubúð, sem er rekin af Huldu Arnsteinsdóttur, opnaði um verslunarmannahelgina 2011. Huldubúð er staðsett í Stóra - Dunhaga í Hörgárdal en þangað er um 10 mínútna akstur norður frá Akureyri. Í Huldubúð eru gæðavörur á boðstólnum svo sem ungkvígukjöt, broddur, pestó, marmelaði og sultur. Einnig eru til sölu tilboðskassar með úrvali af kjöti. Vörur Huldubúðar geturðu keypt í búðinni, á mörkuðum eða pantað á netinu hvenær sem er. Huldubúð er alltaf opin, þegar einhver er heima.

Sjá nánar um Huldubúð hér 

Íslensk hollusta

Hugmyndafræðin bak við Íslenska hollustu er að nota hreinar, íslenskar náttúruafurðir og láta þær njóta eigin ferskleika og einfaldleika með hefðbundnum íslenskum aðferðum en einnig endurhanna eldri matarmenningarhefðir. Öll innihaldsefni eru handvalin á Íslandi með áherslu á sjálfbærni.

Sjá nánar um Íslenska hollusta hér  

Isqueeze Ísland

Isqueeze Ísland sérhæfir sig í framleiðslu hollra túrmerik drykkja með margvíslega jákvæða eiginleika og virkni. Fyrirtækið er lítið íslenskt fjölskyldufyrirtæki en drykkirnir eru framleiddir í Kópavogi. Gildi Isqueeze eru heiðarleiki, gæði og bætt heilsa en tilgangur fyrirtækisins er að bjóða neytendum uppá alvöru valkost í heilsudrykkjum sem eru framleiddir af alíslensku litlu fyrirtæki.

Sjá nánar um Isqueeze hér 

Pesto.is

Pesto.is er lítið fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir sælkeravörur úr hreinasta hráefni sem völ er á. Þau vanda því vel valið á því sem þau nota í sína framleiðslu. Öll framleiðsla, pökkun og merkingar er unnin í höndunum. Við notum með annars hágæða ólífuolíu frá Olio Nitti í ferskvöruna okkar.  Við notum eingöngu salt frá Saltverk og bætum ekki rotvarnarefnum við framleiðsluna.

Sjá nánar um Pesto.is hér 

Kikk og Krásir

Kikk & Krásir framleiða sjóðheitt sælgæti sem heitir Kúrekanammi. Það eru systkini og makar sem standa á bakvið vöruna en öll eru þau með mikinn áhuga á chilli og street food matargerð. Eftir að hafa ræktað svo mikið Jalapeno heima í stofu sem þurfti að nýta á einhvern hátt varð til Kúrekanammi. Eftir dásamleg viðbrögð frá smökkurunum ákváðum við að stofna saman fyrirtæki. Þá bættust þau í hóp smáframleiðenda sem framleiða í Eldstæðinu deilieldhúsi í Kópavogi og settu Kúrekanammi formlega á markað. Kúrekanammi er jalapeno sem er soðið í krydduðu sírópi og pakkað í krukkur með sírópinu þar sem það kólnar og liggur í sírópinu. Það hefur verið vinsælast á pizzur, hamborgara og á ostabakkann en það hreinlega gerir allan mat betri. Kúrekanammi er góð viðbót í vegan mataræðið en unnið er að því að fá Vegan stimpil á vöruna. Endingartíminn er langur en krukkan endist í að lágmarki 2 mánuði eftir opnun í ísskáp.

Sjá nánar um Kikk & Krásir hér.

Kombucha Iceland

Kombucha Iceland er hugarfóstur hjónanna Manuels og Rögnu. Manuel ólst upp í sveit á Kúbu þar sem foreldrar hans gerjuðu hefðbundna drykki úr staðbundnu hráefni líkt og hrísgrjónum og villtum plómum. Manuel heillaðist af bæði þjóðsögunum og vísindunum á bak við kombucha og byrjaði að drekka það til að fá orku og einbeitingu til að hjálpa honum í gegnum strangar námslotur sínar. Að námi loknu vissi hann að drykkurinn væri eitthvað óvenjulegt sem hann vildi deila með öðrum. Fyrsta kombucha brugghúsið á Íslandi var stofnað.

Sjá nánar um Kombucha Iceland hér.

Litlabýli

Kristín Pétursdóttir frá Flateyri hefur sett á markað kökumix með hinni sígildu íslensku hjónabandssælu og heimagerðri rabarbarasultu. Kristín og Ívar Kristjánsson, eiginmaður hennar, ráku gistiheimilið í Litlabýli á Flateyri. Þegar hún byrjaði með gistiþjónustu langaði henni að bjóða upp á heimagerð matvæli á morgunverðarborðinu og varð hjónabandssælan fyrir valinu, enda fljótleg og góð. „Kakan vakti mikla lukku og vildu gestir kaupa hana til að taka með sér. Eins og allir vita verður hún ekki mjög góð eftir margar vikur á ferðalagi og þá byrjaði hugmyndavinnan hvernig væri hægt að koma henni í söluvænar umbúðir sem gestir gætu tekið með sér,“ segir Kristín. Eins og með margt gott kom lausnin af kökumixinu í góðra vina hópi yfir kaffibolla.

Hráefnið í rabbabarasultuna kemur úr rabarbaragarði ömmu Kristínar á Sæbóli á Ingjaldssandi. Garðurinn er staðsettur við gamalt reykhús og var öskunni þaðan gjarnan stráð yfir moldina, sem Kristín segir að gefi hið sérstaka bragð sultunnar.  Hráefnið í aðalbláberjasultuna eru handtínd aðbláber úr hlíðum Önundarfjarðar. Öll framleiðslan á sér stað í Önundarfirði. Kristín og Ívar hafa komið sér upp löggiltu eldhúsi á Flateyri í húsnæði sem áður þjónaði hlutverki bílskúrs.

Sjá nánar um Litlabýli hér.

Nordical

Þurrkaður fiskur og kartöfluflögur sem snakk? Já takk! Íslenska “Fish & Chips” snakkið samanstendur af þurrkuðum fisk-skífum og alvöru kartöfluflögum. Það fæst nú í fjórum bragðtegundum, sem er hver annarri betri. Fisk-skífurnar eru 84% prótein og innihalda jafnframt mikið af B12-Vítamínum, joði, magnesíum, kalíum, sinki og fleiri mikilvægum næringarefnum. Fish & Chips snakkið er gluten-frítt og hentar frábærlega hvort sem er í útivistina, ræktina, vinnuna eða skólann. Framleitt í Mosfellsbæ af Bifröst Foods.

Sjá nánar um Nordical hér.

Pönnukökuvagninn

Sjá nánar um Pönnukökuvagninn hér.

R-rabarbari

Sjá nánar um R-rabarbari hér. 

Rabarbia

Sjá nánar um Rabarbia hér. 

Súrkál fyrir sælkera

Hjónin Dagný Hermannsdóttir og Ólafur Loftsson rækta útigrænmeti við Apavatn og notar Dagný hluta af uppskerunni til súrsunar og í súrkálsgerð. Undir vörumerkinu Súrkál fyrir sælkera sýrir Dagný flestallt grænmeti og eru kál og rótargrænmeti uppistaða í framleiðslunni og notar hún nokkrar kryddtegundir með til að gefa misjafnt bragð. Dagný leggur áherslu á að nota íslenskt grænmeti enda segir hún að ferskt og hreint hráefni sé lykillinn að vel heppnuðu súrkáli.

Sjá nánar um Súrkál fyrir sælkera hér.

SVAVA sinnep

Upphaflega vantaði Svövu sinnep sem hún hafði notað í Svíþjóð sem gljáa á sænsku jólaskinkuna og hamborgarahrygginn. Síðan þá hefur hún þróað fleiri bragðtegundir, meðal annars eftir ábendingum frá viðskiptavinum sínum. Svava hefur leitast við að nota íslensk hráefni líkt og aðalbláber, blóðberg og rabarbara sem sótt er í íslenskri náttúru. SVAVA sinnep hefur einnig verið í góðu samstarfi við innlenda framleiðendur og má þar nefna að viskísinnepið er unnið með FLÓKA viskí og að ógleymdum KALDA lagerbjór sem er eitt af grunnhráefnum sinnepsins.

Sjá nánar um SVAVA sinnep hér.  

Útúrkú

ÚTÚRKÚ framleiðir hágæða súkkulaði með sérvöldum hráefnum. Fyrstu þrjár vörurnar eru þær sem eru skráðar í Matarbúrið.

Hugmyndin á bakvið nafnið ÚTÚRKÚ er að leikið var með bragð og útlit á vörum og ekki að fylgja alltaf hefðum. Þó að fyrstu þrjár vörurnar séu í hefðbundnari kantinum þá eru 20 vörur á teikniborðinu sem innihalda exótískari hráefni eins og kúmen, yuzu, hvönn og fleira. Í náinni framtíð munum við sjá verulega skrautlegt konfekt og trufflur á fjórða ársfjórðungi. Þegar hægt er, eru notast við íslenskt hráefni. Útlit umbúða er allt hannað í samvinnu við íslenska hönnuði og í haust er ætlunin að vinna með nýjum hönnuði í hverjum mánuði.

Viking Kitchen

Krispa Fisk Snakk er þurrkaður íslenskur fiskur í mjög þunnu flögu formi, álíka og kartöfluflögur í útliti og áferð. Til að byrja með verða framleiddar þrjár bragðtegundir, Jalapeno, Bacalao og Ostrusósa en ýmsar fleiri bragðtegundir munu bætast við á næstu misserum. Flögurnar eru mjög krispí og er gott að borða þær annaðhvort bara eins og þær eru úr umbúðunum, eða með ídýfum. Krispa fisk Snakk er próteinríkt og hollt. Öll framleiðsla á Krispa snakki sem framleitt er af Viking Kitchen ehf. og fer fram í fiskvinnslunni Fiskás á Hellu á Rangárvöllum.

Sjá nánar um Viking Kitchen hér.

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur