Matarbúrið er samstarfsverkefni Krónunnar og Samtaka smáframleiðenda matvæla. Samstarfið byrjaði árið 2020 með það að markmiði að að auka aðgengi að spennandi íslenskum matvörum og að hjálpa íslenskum smáframleiðendum að taka sín fyrstu skref inn á matvörumarkaðinn.
Margir smáframleiðendur, sem fengu sitt fyrsta hillupláss í Matarbúri Krónunnar, eru nú með vörur sínar í almennri sölu þar sem vörum þeirra var einstaklega vel tekið á prufutímabilinu.
Matarbúrið er í verslunum okkar á haustin.
Lestu meira um Samtök smáframleiðenda matvæla hér.
Þátttakendur Matarbúrsins eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir og koma vörur þeirra ýmist beint frá býli, borg eða bæ. Öll eiga þau sameiginlegt að vera félagsmenn í Samtökum smáframleiðenda matvæla, matarfrumkvöðlar og stuðla að fæðuöryggi, sjálfbærni og staðbundinni framleiðslu.