Matarbúr

Í Matarbúrinu í Krónunni finnur þú hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum. Matarbúrið poppar upp í stærstu verslunum okkar þrisvar á ári í 4 vikur í senn– á vorin, haustin og fyrir aðventuna. Dagana 7. september til 5. október verður Matarbúrið í verslunum okkar á Granda, Lindum, Flatahrauni, Mosfellsbæ, Skeifunni og Selfossi. Að þessu sinni eru það 21 framleiðendur sem taka þátt.

Við viljum efla íslenska matvælaframleiðendur

Matarbúrið er samstarfsverkefni Krónunnar og Samtaka smáframleiðenda matvæla. Samstarfið byrjaði árið 2020 með það að markmiði að að auka aðgengi að spennandi íslenskum matvörum og að hjálpa íslenskum smáframleiðendum að taka sín fyrstu skref inn á matvörumarkaðinn.

Margir smáframleiðendur, sem fengu sitt fyrsta hillupláss í Matarbúri Krónunnar, eru nú með vörur sínar í almennri sölu þar sem vörum þeirra var einstaklega vel tekið á prufutímabilinu.

Pssst… kíktu á heimasíðu Samtaka smáframleiðenda matvæla