Snjallverslun

Spurt og svarað - Snjallverslun

Hvernig panta ég vörur?

Þú smellir vöruspjald og svo á "+" til að bæta vöru í körfu. Á vöruspjaldi er einnig hægt að opna nánari upplýsingar um vöruna (i) og bæta við á lista.

Til að klára kaup smellirðu á körfuna (ofarlega til hægri á síðu) og svo á “Kaupa” hnappinn neðst í körfunni. Svo velur þú hvernig þú vilt fá afhent, hvenær og hvar, o.sfrv. Ísí písí!

Get ég skilað vörum?

Ef vara stenst ekki væntingar getur þú sent okkur ábendingu.

Þú getur einnig skilað vörum í næstu Krónuverslun gegn framvísun kvittunar.

Ég er með pöntun í gangi - get ég bætt vörum við pöntunina?

Já, þú setur þær vörur sem þú vilt bæta við í körfu eins og þú sért að gera nýja pöntun.

Ef þú ert með virka pöntun í gangi breytist "Kaupa" takkinn í körfunni í "Halda áfram". Smellir á hann og svo á "Bæta við pöntun" og klárar dæmið.

Hvað ef varan sem ég pantaði er ekki til?

Obbosí! Stundum gerist það að vara hefur klárast í Snjallverslun. Þá er henni skipt út fyrir sambærilega vöru. Þú greiðir fyrir ódýrari vöruna.

Af hverju er ekki allt úrval Krónunnar í Snjallverslun?

Við bjóðum upp á gott úrval í Snjallverslun en líkt og í öðrum verslunum okkar getur úrvalið verið breytilegt. Ertu með einhverja sérstaka vöru í huga sem þér finnst vanta í úrvalið? Sendu okkur skilaboð!

Pssst... Það er aldrei að vita, kannski kemur hún í úrval.

Hvar get ég sótt vörur?

Þú getur sótt vörurnar þínar í verslanir okkar Skógarlind 2-4 - 201 Kópavogi, Fiskislóð 10-15 - 101 Reykjavík, Háholt 13-15 - 270 Mosfellsbæ og Austurvegi 3-5, 800 Selfossi.

Vörurnar eru í kæli við sjálfsafgreiðslu en þar framvísar þú rafrænni kvittun.

Einnig bjóðum við upp á afhendingu á Klausturvegi 13, Kirkjubæjarklaustri.

Við stefnum þó á að opna fyrir að sækja í fleiri verslunum fljótlega.

Hvað kostar heimsending?

Heimsending kostar: 1.490 kr. en það er frí heimsending þegar verslað er fyrir meira en 18.000 kr.

Hvað er þjónustugjald?

Í þjónustugjaldinu felst vinna starfsfólks við að tína og ganga frá pöntun viðskiptavina.

Hvert sendir Snjallverslun vörur?

Eins og staðan er í dag sendum við á eftirfarandi staði:

101 Reykjavík (Miðborg)

103 Reykjavík (Háaleiti og Bústaðir)

104 Reykjavík (Laugardalur)

105 Reykjavík (Hlíðar)

107 Reykjavík (Vesturbær)

108 Reykjavík (Háaleiti og Bústaðir)

109 Reykjavík (Breiðholt)

110 Reykjavík (Árbær)

111 Reykjavík (Breiðholt)

112 Reykjavík (Grafarvogur)

113 Reykjavík (Grafarholt og Úlfarsárdalur)

170 Seltjarnarnes

190 Vogar

200 Kópavogur (Kársnes, Digranes)

201 Kópavogur (Smárar, Lindir, Salir)

203 Kópavogur (Kórar, Hvörf, Þing)

210 Garðabær

220 Hafnarfjörður

221 Hafnarfjörður

225 Álftanes

230 Keflavík

235 Keflavík

260 Reykjanesbær

270 Mosfellsbær

600 Akureyri

603 Akureyri

800 Selfoss

Hveragerði

Hvenær get ég fengið vörurnar afhentar

Hægt er að velja á milli ólíkra tímasetninga yfir daginn. Við erum að vinna í að fjölga plássum. Þú getur séð næstu lausu tímasetningar hverju sinni ofarlega á forsíðu vefsins eða í lok kaupferlis.

Hvernig eru vörurnar afhentar í heimsendingu?

Við bjóðum upp á snertilausa afhendingu. Heimsent er að dyrum og vörurnar skildar eftir fyrir utan. Bílstjóri hringir bjöllunni og fer í a.m.k. 2 metra fjarlægð frá hurð við afhendingu.

Ertu sein/n að sækja pöntunina?

Ekkert mál. Þegar þú kemur í verslunina getur þú talað við starfsmann sem sækir pöntunina þína. Eftir 24 klukkutíma er gengið frá öllum ósóttum pöntunum til að koma í veg fyrir matarsóun. Greiðslukortið þitt verður bakfært að undanskildu tínslugjaldi fyrir að taka saman pöntunina.

Hvar finn ég kvittanirnar mínar?

Kvittanir eru í dagatalinu á Mín síða. Pssst.. kvittun fyrir Skannað og skundað birtist 20 mínútum eftir kaup.

Hvers vegna er upphæðin á kvittuninni minni önnur en í pöntuninni minni?

Þegar þú pantar setjum við greiðsluna í bið. Uppgjörið sjálft á sér ekki stað fyrr en eftir að við tínum til vörurnar. Það sem getur haft áhrif á verð er til dæmis vigtun á kjötvörum eða ef vara hefur ekki verið til og henni er skipt yfir í ódýrari vöru.

Get ég fengið sent á annan stað en heim til mín?

Auðvitað! Í vinnuna eða til ömmu?... skiptir ekki máli... þú velur staðsetningu í Snjallverslun.

Hvað gerist ef ég er ekki heima þegar afhending vöru á sér stað?

Varstu ekki heima þegar pöntunin þín kom? Hafðu samband við okkur.

Ef þú ert ekki heima og bílstjóri nær ekki í þig er vörunum skutlað aftur í verslun. Eftir 24 klukkutíma er gengið frá öllum ósóttum pöntunum til að koma í veg fyrir matarsóun. Greiðslukortið þitt verður bakfært að undanskildu sendingagjaldi og tínslugjaldi fyrir að taka saman pöntunina.

Get ég skilað fjölnota pokum aftur til bílstjóra í næstu pöntun?

Svo sannarlega! Bílstjóri tekur brosandi á móti eldri pokum við næstu afhendingu sé þess óskað og við endurnýtum þá...aftur...og aftur.

Psst... Pokarnir eru 100% endurvinnanlegir og skal flokka og endurvinna á sama hátt og „hefðbundið“ PE plast úr jarðefnaeldsneyti.

Ertu með fleiri spurningar?