Framhald í næsta poka

Framhald í næsta poka var samstarfsverkefni Krónunnar og Hönnunarmars þar sem gamlir taupokar viðskiptavina okkar eignuðust nýtt og spennandi framhaldslíf. Pokunum, ásamt öðru gömlu efni frá Krónunni, var komið í hendur Stúdíó Fléttu, sem hönnuðu nýja, vandaða og eftirtektaverða taupoka.

Markmið verkefnisins var að vekja athygli á deilihagkerfi Krónunnar, taktu poka – skildu eftir poka, sem gerir viðskiptavinum kleift að koma með gamla poka að heiman fyrir aðra viðskiptavini sem gleyma sínum poka. Þetta sjálfbæra hagkerfi kemur í veg fyrir framleiðslu á nýjum pokum, og sparar þannig bæði mikilvægar auðlindir og orku. 

Kíktu á myndbandið til að heyra meira frá ferlinu!

Fallback alt

Eru fjölnotapokar að safnast upp á heimilinu?

Pokastöðvar eru staðsettar við afpökkunarborð sem eru alla jafna við inngang verslana okkar. Hver poki skiptir máli – takk fyrir að leggja þitt af mörkum!

Stúdíó flétta

Stúdíó Flétta

Stúdíó Flétta er hönnunarstúdíó sem leggur áherslu á staðbundna framleiðslu og fullnýtingu hráefna sem fara annars til spillis. Með því að nýta og endurhanna gamla taupoka varpar Stúdíó Flétta ljósi á verðmætasköpun og stíga mikilvæg skref í hringrásarhagkerfinu.

Með umhverfismál, tilraunastarfsemi og gleði í fararbroddi í hönnunarferlinu hefur Stúdíó Flétta orðið eitt áhugaverðasta hönnunarstúdíóið á Íslandi. 

Pokar á hönnunarmars
Pokar á hönnunarmars
Krónufáni
Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur