Grænmeti og ávextir í stykkjatali

Ávexti og grænmeti á stykkjaverði

Af hverju? 

Þetta gerum við bæði til að auka gagnsæi til viðskiptavina okkar sem vita um leið hvað varan kostar – og til að einfalda innleiðingu á tæknilausnum á borð við „Skannað og skundað“ þar sem viðskiptavinir okkar geta skannað vörurnar beint ofan í poka og greitt strax með símanum, án þess að bíða í röð eftir afgreiðslu á kassa. Þá er einfaldara fyrir viðskiptavini okkar sem sleppa nú við að vigta sjálfir hverja vöru fyrir sig áður en hún er sett í pokann.

Hvernig reiknum við út verðið?

Stykkjaverð ræðst af meðalþyngd vörunnar, en kílóverð vörunnar er áfram sýnilegt á öllum hilluverðmerkingum. Við höldum áfram að passa upp að við veitum samkeppnishæf verð alla daga með því að bera saman almenn kílóverð á matvörumarkaði. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að halda áfram að bera saman appelsínur og appelsínur.

Kaupið þið inn ávexti og grænmeti á stykkjaverði?

Já, við kaupum inn ávexti og grænmeti á stykkjaverði en við elskum virka samkeppni og því berum við saman kílóverð á markaði þegar við reiknum út stykkjaverð út frá meðalþyngd.

Hækkaði verð á ávöxtum og grænmeti við þessa breytingu?

Nei. Engin verðhækkun átti sér stað samhliða þessari breytingu. Almennt breytist verð ört í ávöxtum og grænmeti vegna ýmissa utanaðkomandi þátta og heldur verðið áfram að ráðast af framboði og eftirspurn. Verð er sérstaklega breytilegt á þeim vörum sem eiga stuttan uppskerutíma.

Aukast líkurnar á matarsóun með þessu fyrirkomulagi?

Nei. Við höldum áfram að lækka verð á þeim vörum sem eru ekki lengur í hæsta gæðaflokki undir átakinu „Síðasti séns“ í öllum verslunum okkar. T.d. verða 2. flokks bananar sem eru lúnar og litlir, seldir þrír saman á 99 krónur.

Af hverju þarf að borga sama stykkjaverð fyrir minni og stærri ávöxt eða grænmeti?

Stykkjaverð ræðst af meðalþyngd vörunnar, en kílóverð vörunnar er áfram sýnilegt á öllum hilluverðmerkingum. Það er væntanlegt að selja stærri vörur líkt og melónur, hvítkál og rauðkál í hálfum einingum.

Er löglegt að selja ávexti og grænmeti á stykkjaverði?

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur