Takk - 6. árið í röð

13. janúar 2023

Krónuvinir þeir ánægðustu - sjötta árið í röð

Krónan hlaut í morgun viðurkenningu Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2022. Ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem mæld er reglulega yfir árið og hlaut Krónan hæstu einkunn meðal matvöruverslana.

Ánægja viðskiptavina þriggja matvöruverslana var mæld í ár. Viðskiptavinir veittu Krónunni 74,4 stig, Bónus 67,9 stig og Nettó 66. Krónan var jafnframt eina matvöruverslunin sem hlaut hærri einkunn í ár en í fyrra, en þetta er í sjötta sinn sem Krónan hlýtur þessa viðurkenningu. 

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, veitti verðlaununum viðtöku á Grand hótel í morgun. Í ræðu sinni sagði Guðrún að niðurstaðan væri Krónunni mikið ánægjuefni og hvatning til að halda áfram á sömu braut. Ánægja viðskiptavina skipti Krónuna öllu máli, ekki síður en traust og heiðarlegt samband við viðskiptavini. „Við viljum að þeir segi okkur hvað þeim finnst og það sem skiptir þá máli, skiptir okkur máli,“ sagði Guðrún í ræðu sinni í dag.  

Þá þakkaði Guðrún jafnframt starfsfólki Krónunnar sem mætti hvern einasta dag í vinnuna með bros á vör. „Þetta eru ykkar verðlaun,“ sagði Guðrún.

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

22. mars 2023

Samfélagsskýrsla Krónunnar 2022 komin út

Samfélagsskýrslan fyrir árið 2022 er komin út. Þar er farið yfir allt sem Krónan gerði í umhverfis- og samfélagsmálum í fyrra og allan þann árangur sem starfsfólk og viðskiptavinir Krónunnar náðu á árinu 2022....

Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

8. febrúar 2023

Krónan valin Besta íslenska vörumerkið 2022

Við erum auðmjúk og stolt af því að hljóta viðurkenninguna Besta íslenska vörumerkið 2022!

Prime er komið aftur - UPPSELT!

13. janúar 2023

Prime er komið aftur - UPPSELT!

Íþróttadrykkurinn PRIME kemur aftur í sölu í öllum verslunum föstudaginn 13. janúar.

Rúmlega 450 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni

21. desember 2022

Rúmlega 450 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni

Alls söfnuðust 10 milljónir í jólastyrkjasöfnun Krónunnar þetta árið, sem veittar eru í formi rúmlega 450 gjafakorta.

Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar

21. desember 2022

Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar

Yfir þúsund manns tóku þátt í leynivinaleik Krónunnar sem stóð yfir í 10 daga á aðventunni, sem gerir leikinn þann stærsta í Íslandssögunni.

Krónan opnar nýja verslun á Akureyri

1. desember 2022

Krónan opnar nýja verslun á Akureyri

Ný og glæsileg verslun okkar að Tryggvabraut 8 á Akureyri opnaði fimmtudaginn 1. desember. Verslunarrýmið er alls um 2.000 fermetrar að stærð og mun fjöldi vörutegunda í nýju versluninni hlaupa á þúsundum.

Krónan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022

30. nóvember 2022

Krónan hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022

Krónan og Rio Tinto hljóta Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022. Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama.

21. nóvember 2022

Krónan opnar Þurrvörubar í Skeifunni

17. nóvember 2022

Stórglæsilegar breytingar í Mosfellsbæ

14. nóvember 2022

Innköllun á Grön Balance sólblómafræjum

24. október 2022

Krónan tilnefnd til Fjöreggsins

12. október 2022

Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022

12. september 2022

Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina

24. ágúst 2022

Krónan frystir vöruverð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni

8. júlí 2022

Ný og glæsileg verslun í Skeifunni

28. apríl 2022

15 milljónir til Úkraínu

31. mars 2022

Ávexti og grænmeti á stykkjaverði

24. janúar 2022

Takk – fimmta árið í röð

29. október 2021

7 milljónir í samfélagsstyrki