© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
8. febrúar 2023
Krónan hlaut í dag viðurkenningu sem besta íslenska vörumerkið á einstaklingsmarkaði með 50 starfsmenn eða fleiri. Við erum virkilega stolt af viðurkenningunni og er hún okkur mikil hvatning til að gera enn betur.
„Við hjá Krónunni leggjum mikla áherslu á að vera holl, snjöll og umhverfisvæn. Þetta eru málefni sem skipta máli til framtíðar og við lítum á þetta sem algjör lykilatriði til að vaxa og að dafna sem fyrirtæki,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.
Vörumerkjastofan brandr stóð að baki viðurkenningunni en hún hvílir á tillögum frá almenningi og valnefnd. Í umsögn brandr um Krónuna segir:
Krónan er lágvöruverðsverslun sem fagnar 22 árum í smásölu á Íslandi. Markaðshlutdeild hefur aukist jafnt og þétt en ekki síst á síðastliðnum árum; með breyttri nálgun í markaðssetningu, upplifun í verslunum og gríðarlega áherslu á samfélagslega ábyrgð, umhverfismál, hollustu og þægindi. Markmið Krónunnar til framtíðar er að gera heilsusamlegan og sjálfbæran lífstíl að daglegum venjum allra.
6. nóvember 2025
Við höfum opnað fyrir heimsendingarþjónustu Snjallverslunar á Hellu og nágrenni. Þjónustusvæði Snjallverslunar heldur áfram að stækka og í dag sendum við m.a. til Flúða, Laugarvatns, Þorlákshafnar, Stokkseyrar, Eyrarbakka, Hveragerðis og Selfoss.
21. október 2025
Saman söfnuðu Krónan og viðskiptavinir alls 12 milljónum króna í neyðarsöfnun fyrir börn á Gaza í samstarfi við UNICEF Iceland.
21. október 2025
Nú hafa Frískleikarnir poppað upp í Krónunni Flatahrauni.
20. október 2025
35 keppendur tóku þátt í Skelfikerinu í ár og skiluðu inn glæsilegum graskerum sem vöktu gríðarlega lukku meðal viðskiptavina Krónunnar um helgina. Graskerin voru hvert öðru flottara og keppnin var því gríðarlega hörð líkt og í fyrra.