
Bændamarkaður
Bændamarkaðurinn hefst laugardaginn 3. september og verður í öllum okkar verslunum laugardaga og sunnudaga næstu helgar.
Það er fátt betra en brakandi ferskt íslenskt grænmeti. Bændamarkaðurinn, sem við höldum á haustin, er okkur afar mikilvægur en þar stillum við fram nýuppteknu og kolefnisjöfnuðu íslensku grænmeti á háuppskerutíma í íslenskum landbúnaði. Fáir fúlsa við brakandi ferskri gúrku eða nýuppteknum kartöflum, tja eða rófum. Svo er íslenskt grænmeti svo sannarlega með minnsta kolefnisspor sem völ er á.
Öllu grænmeti á Bændamarkaðnum er stillt fram án plasts og annarra umbúða og eru viðskiptavinir hvattir til að mæta með fjölnota umbúðir undir grænmetið.

Endurunnin bændabox
Við bjóðum upp á svokölluð Bændabox í völdum verslunum með hjálp frá vinum okkar í Plastplan. Boxin, sem unnin eru úr plasti sem fellur til innan verslana okkar, geta viðskiptavinir notað undir smávöru á Bænda markaðnum, t.d. tómata og sveppi í þeim tilfellum sem fjölnota pokinn eða netið gleymist heima.
Psst… Mundu eftir fjölnota pokanum!

Auðsholt
Hjónin Vignir Jónsson og Ásdís Bjarnadóttir stunda kúabúskap í Auðsholti í Hrunamannahreppi. Árið 1997 hófu þau að rækta gulrætur ásamt kúabúskapnum og framleiða nú í kringum 100 tonn á ári.

Silfurtún
Garðyrkja hófst í Silfurtúni á Flúðum á sjöunda áratugnum. Hjónin Eiríkur Ágústsson og Olga Lind Guðmundsdóttir keyptu Silfurtún árið 2002 og héldu áfram þeirri ræktun sem fyrir var meðal annars jarðarberjaræktuninni.

Laugaland
Þórhallur, Erla og Hjalti rækta gúrkur og þekja gróðurhúsin á Laugalandi um 4000 fermetra og voru nýjustu gróðurhúsin tekin í notkun í ársbyrjun 2021. Jarðhiti er á svæðinu og vatn frá hver er notað til að hita upp gróðurhúsin sem öll eru raflýst.